Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH er að skoða markmannsmálin
Mathias Rosenörn varði mark Stjörnunnar í nokkrum leikjum síðasta sumar. Hann var þar varamarkvörður fyrir Árna Snæ Ólafsson.
Mathias Rosenörn varði mark Stjörnunnar í nokkrum leikjum síðasta sumar. Hann var þar varamarkvörður fyrir Árna Snæ Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað verður um Sindra Kristin?
Hvað verður um Sindra Kristin?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum auðvitað að leita að styrkingum, en það er ekkert fast í hendi eða eitthvað ákveðið," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net í dag þegar hann var almennt spurður út í félagaskiptamarkaðinn.

FH hefur verið orðað við markmenn í vetur sem vekur athygli þar sem báðir markmennirnir sem spiluðu síðasta sumar eru áfram samningsbundnir félaginu. Það eru þeir Daði Freyr Arnarsson og Sindri Kristinn Ólafsson. Síðast var Mathias Rosenörn, fyrrum markmaður Stjörnunnar og Keflavíkur, orðaður við FH. Davíð var spurður beint út í markmannsstöðuna.

„Markmannsstaðan er ein af þeim stöðum sem við erum að skoða," staðfestir Davíð.

En hvaða þýðingu hefur það fyrir þá markmenn sem eru fyrir hjá félaginu?

„Þeir eru ennþá með samning og ef við förum í það að ná í nýjan markmann þá mun samtal eiga sér stað. Við munum þá sjá hvernig menn sjá hlutina."

Það eru sögusagnir um það að Sindri Kristinn yrði ekkert afskaplega hrifinn af því að verða varamarkvörður. Hefur þú tekið samtalið við hann?

„Ég og Sindri höfum rætt saman, það er bara okkar á mili, en ég held að allir leikmenn, sama hvort það séu markmenn eða útispilarar, hafi engan brjálaðan metnað fyrir því að sitja á bekknum. Það er svo bara þjálfarana að velja liðið og það verða því miður alltaf einhverjir á bekknum. Við munum reyna að vera með það þannig að við verðum alltaf með varamarkmann á bekknum."

Viltu staðfesta áhuga ykkar á Rosenörn?

„Hann er bara einn af þeim markmönnum sem hafa komið til skoðunar hjá okkur. Það mun bara koma í ljós hvort að hann, einhver annar, eða enginn komi til okkar," segir Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og verður meira úr viðtainu birt seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner