„Èg er algjörlega fær um að taka mínar ákvarðanir sjálf. Skil ekki hvaða bíó er í gangi. Er í toppklúbbi í dag og á þeim stað sem èg vil vera!" sagði Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Portland Thorns á Twitter í dag.
Dagný er þar að svara ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, þjálfari kínverska liðsins Jiangsu Suning. Sigurður Ragnar er í löngu viðtali í Fréttatímanum í dag.
Þar skýtur hann á Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara kvenna, og segir hann vera með fordóma í garð kínverska boltans. Sigurður Ragnar er ósáttur við að Freyr hafi sagt að það geti haft áhrif á val í landsliðið ef leikmenn fara til Kína.
Sigurður Ragnar vildi fá Dagnýju og Hallberu í sitt lið en þær aþökkuðu. Sigurður Ragnar gefur í skyn í viðtalinu að Freyr hafi haft áhrif á þá ákvörðun leikmannanna.
Dagný hefur nú svarað fyrir sig á Twitter en Hallbera gerði slíkt hið sama í morgun.
Sjá einnig:
Siggi Raggi: Fordómar skína í gegn hjá Frey
Hallbera: Læt landsliðsþjálfara ekki segja mér hvar ég á að spila
Èg er algjörlega fær umað taka mínar ákvarðanir sjálf. Skil ekki hvaða bíó er í gangi. Er í toppklúbbi í dag og á þeim stað sem èg vil vera!
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) February 24, 2017
Athugasemdir