Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 09:45
Magnús Már Einarsson
Musiala ætlar að spila fyrir Þýskaland en ekki England
Musiala skoraði gegn Lazio í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Musiala skoraði gegn Lazio í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Jamal Musiala, miðjumaður Bayern Munchen, hefur staðfest að hann ætli að gefa kost á sér í þýska landsliðið í framtíðinni en ekki það enska.

Hinn 17 ára gamli Musiala hefur vakið athygli með Bayern Munchen á tímabilinu en hann var á skotskónum gegn Lazio í Meistaradeildinni í gær.

Musiala fæddist í Þýskalandi og á þýska móður en faðir hans á ættir að rekja til Englands og Nígeríu. Musiala flutti sjö ára til Englands með fjölskyldu sinni og bjó þar í átta ár áður en hann fór aftur til Þýskalands fyrir tveimur árum.

Musiala spilaði með enska U21 landsliðinu í fyrra en hann hefur nú ákveðið að spila fyrir þýska landsliðið í framtíðinni.

„Ég hef hugsað mikið um þetta. Hvað er best fyrir framtíðina mína? Hvar á ég meiri möguleika á að spila? Að lokum hlustaði ég á tilfinninguna sem sagði mér að til lengri tíma litið væri rétt ákvörðun að spila fyrir Þýskaland, landinu sem ég fæddist í. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig," sagði Musiala við The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner