Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. mars 2020 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Martin: Fólk hlýðir ekki fyrirmælum á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin er kominn til Vestmannaeyja eftir erfitt ferðalag frá Englandi. Gary spjallaði við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag sem sýndur var á Stöð 2 Sport fyrir stundu. Gary sagði þar frá ferðalaginu, stöðunni í Englandi vegna kórónaverirunnar og tímanum hjá Darlington en hann var að láni þar frá ÍBV.

Hvernig er staðan í þínum heimabæ?
„Það er komið hálfgert útgöngubann í mínum heimabæ. Þú mátt eingöng fara úr húsi ef þú ert á leið í vinnu eða í verslun. Þú mátt svo nýta eina klukkustund til að stunda líkamsrækt. Aðaláherslan er að halda öllum við góða heilsu og í öryggi."

Kjartan spurði Gary hvort að Íslendingar tækju veirunni alvarlegar en Englendingar.
„Já ég held það. Félagið hér hefur hjálpað mér með það sem ég þarf að fá síðan ég kom til Vestmannaeyja."

„Núna er búið að loka á alla bari og slíka staði í Englandi og hér má ég ekki blanda geði við fólk vegna veirunnar."

„Það búa 55 (innskot fréttaritara) milljónir manna á Englandi. Það eru ekki allir sem munu fylgja reglunum sem gilda. Á Íslandi eru 300 þúsund manns og ef allir fylgja reglunum mun veiran vera farin á sex vikum held ég."

„Fólk á Englandi hlustar ekki. Það er ennþá að fjölmenna í almenningssamgöngur og ef það hedur áfram mun veiran aldrei fara. Þetta mun taka langan tíma þar. Tíminn mun margfaldast þar því fólk hlustar ekki. Meira að segja félagar mínir hlusta ekki. Fólk virðist ekki læra,"
sagði Gary um ástandið á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner