Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markaveisluna í Víkinni - Gylfi og 2009 módel með mark
Kári Árnason og Þorri Ingólfsson.
Kári Árnason og Þorri Ingólfsson.
Mynd: Víkingur R.
Gylfi á skotskónum í gær.
Gylfi á skotskónum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Atli Þór skoraði í gær.
Atli Þór skoraði í gær.
Mynd: Víkingur
Víkingur slátraði Keflavík þegar liðin mættust í æfingaleik á Víkingsvelli í gær. Staðan var 2-1 í hálfleik en Víkingur setti í fluggírinn í seinni hálfleik og vann 8-1 sigur.

Keflavík komst yfir með marki frá Eiði Orra Ragnarssyni. Samy Mahour lék á reynslu með Víkingi í leiknum, spilaði fyrri háflleikinn og átti þátt í jöfnunarmarki Víkings þegar hann lét vaða af löngu færi, boltinn skaust upp í loftið og féll fyrir Valdimar Þór Ingimundarson inn á teignum.

Gylfi Þór Sigurðsson kom svo Víkingum í 2-1 með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Gylfi var einn og óvaldaður inn á miðjum vítateig Keflavíkur og kom boltanum í netið.

Þriðja mark Víkings var einkar laglegt, heimamenn sundurspiluðu þá gestina eins og sjá á í spilaranum hér að neðan. Atli Þór Jónasson batt enda á sóknina með marki.

Það vakti athygli að Þorri Ingólfsson, strákur sem fæddur er árið 2009, var í leikmannahópi Víkings. Hann skoraði fimmta mark Víkings með góðu skoti eftir hornspyrnu.

Viktor Örlygur Andrason, Matthías Vilhjálmsson, Aron Elís Þrándarson og Helgi Guðjónsson skoruðu líka í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner