Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 24. júní 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla spáir í sjöundu umferð Pepsi-kvenna
Glódís Perla á 68 landsleiki - hún er 22 ára.
Glódís Perla á 68 landsleiki - hún er 22 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar mæta Þór/KA í stórleik.
Blikar mæta Þór/KA í stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir, sem skoraði tvö mörk gegn Slóveníu í undankeppni HM fyrr í mánuðinum, spáir í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna sem hefst í dag.

Þrír leikir eru á dagskrá í dag og hinir tveir leikirnir eru á morgun.

Glódís er á mála hjá sænska stórliðinu Rosengård en hún verður í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni á morgun þegar Rosengård fær sænsku meistaranna í Linköping í heimsókn. Rosengård er sem stendur í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Piteå.



FH 1 - 3 Valur (klukkan 15:00 í dag)
Alltaf erfitt að mæta í Kaplakrika en Valur tekur þennan leik 3-1. Mettan skorar tvö og Dóra María reimar á sig markaskónna á ný og setur eitt.

ÍBV 1 - 1 Grindavík (klukkan 16:00 í dag)
Baráttuleikur í Vestmannaeyjum, fullt af spjöldum og leikurinn endar með 1-1 jafntefli.

Þór/KA 1 - 2 Breiðablik (klukkan 16:00 í dag)
Toppslagur og mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið - vonandi einn besti fótboltaleikur sumarsins. Þór/KA gerði jafntefli í seinustu umferð á meðan Blikar eru á blússandi siglingu og því held ég að Breiðablik taki þennan leik 2-1. Agla María er með mark og Mayorinn líka.

HK/Víkingur 2 - 0 Selfoss (klukkan 19:15 á morgun)
Þetta verður þó hörkuleikur þar sem mikið er undir hjá báðum liðum. HK/Víkingur nær hér í mikilvægan sigur á heimavelli sínum.

KR 0 - 2 Stjarnan (klukkan 19:15 á morgun)
Varnarmúr KR verður erfiður að brjóta niður en Adda rífur Stjörnuliðið í gang eftir upp og niður gengi og setur fyrsta markið og Telma Hjaltalín er komin í gang eftir erfið meiðsli. Hún setur seinna mark Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Toyota - Markaðurinn lokar kl. 14

Fyrri spámenn:
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner