Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 24. júní 2023 18:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafael Victor á förum frá Njarðvík
Lengjudeildin
Rafael Victor í leik með Njarðvíkingum
Rafael Victor í leik með Njarðvíkingum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rafael Victor hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik í búningi Njarðvíkinga en þetta staðfesti Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali eftir Njarðvíkur og Þórs í Lengjudeildinni.

Rafael Victor hafði spilað alla leiki liðsins í deildinni fyrir þennan leik og skorað í þeim 3 mörk. Hann spilaði einnig 4 leiki í Mjólkurbikarnum og skoraði í þeim 3 mörk og spilaði því alls 11 leiki fyrir Njarðvík á tímabilinu og skoraði 6 mörk.


Heyrst hafði að Rafael Victor sem var ekki á skýrslu í leiknum gegn Þór hafi verið í agabanni en Arnar leiðrétti þann orðróm og skýrði frá stöðu mála.

„Það er ekki agabann, það er þannig að þessi hópur og þetta lið stendur fyrir ákveðin gildi og hann hefur að því mér finnst ekki endurspeglað þau gildi í þeim leikjum sem að hann hefur spilað og ég er ekki sáttur við það að það sé neikvæð orka inni á vellinum þegar við erum í brekku og þá er það bara mitt sem þjálfara að draga línu í sandinn og sýna hópnum að þetta sé ekki leiðin áfram."

„Leiðin áfram eru þau gildi sem að við höfum sett fyrir okkur. Leiðin áfram er að standa saman og berjast og það er ég sem þarf að standa og falla með því, Rafael er góður leikmaður en ég vill fá miklu meiri stemningu, miklu meiri vinnusemi, miklu meiri samvinnu með samherjum sínum og ég er frekjuhundur og ef ég fæ ekki það sem ég vil að þá geri ég þetta."

Aðspurður um hvort að Rafael Victor væri búin að spila sinn síðasta leik fyrir Njarðvík átti Arnar Hallsson von á að svo væri.


Arnar Halls: Sterkir karakterar og mikill vilji í þessum hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner