Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Osimhen reiddist við skiptinguna
Mynd: EPA

Victor Osimhen, stjörnuleikmaður Napoli, var langt frá því að vera sáttur þegar Rudi Garcia þjálfari ákvað að skipta honum af velli á lokamínútum 0-0 jafnteflis Napoli á útivelli gegn Bologna í dag.


Osimhen átti ekki góðan leik þar sem hann klúðraði besta færi leiksins þegar hann steig á vítapunktinn á 72. mínútu en skaut framhjá.

Framherjanum öfluga var skipt útaf fyrir Giovanni Simeone á 86. mínútu og brást hann reiðilega við áður en hann settist á bekkinn.

Byrjunin á nýju tímabili hefur verið gríðarlega erfið fyrir Napoli eftir að félagið missti Kim Min-jae og Luciano Spalletti frá sér í sumar. Giovanni Di Lorenzo, fyrirliði Napoli, gagnrýndi Osimhen í viðtali að leikslokum og sagði að svona hegðun væri ekki hjálpsamleg á viðkvæmum tímapunkti fyrir félagið.

Ítalíumeistarar Napoli eru með átta stig eftir fimm umferðir á nýju tímabili. 

Victor Osimhen angry after being substituted vs Bologna
byu/No_Neck1854 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner