
Dagný Rún Pétursdóttir, sem er fædd 2003, hefur framlengt samning sinn við Víking R. um tvö ár, eða til loka árs 2027.
Dagný Rún hefur verið í lykilhlutverki hjá Víkingi í sumar en hún misst af stórum hluta af síðustu þremur sumrum til að stunda háskólanám í Bandaríkjunum. Hún var þó ávalt mikilvægur hlekkur í liðinu þegar hún var á landinu.
Dagný hefur lokið við námið í Bandaríkjunum og er komin aftur til Íslands. Hún er komin með 6 mörk í 17 leikjum fyrir Víking í deild og bikar í sumar og hjálpaði liðinu að enda í efri hluta Bestu deildarinnar. Víkingur var lengi vel í fallbaráttu en bjargaði sér úr neðri hlutanum með fimm sigrum í röð fyrir tvískiptingu.
Dagný lék 6 leiki fyrir U19 og er með eitt mark í einum A-landsleik fyrir Íslands hönd. Sá leikur var í raun U23 landsleikur en skráist sem A-landsleikur.
„Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við Dagný og halda áfram að byggja ofaná það starf sem hefur verið unnið í Fossvoginum síðustu ár," segir meðal annars í tilkynningu frá Víkingi.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 22 | 17 | 2 | 3 | 84 - 23 | +61 | 53 |
2. FH | 22 | 15 | 3 | 4 | 56 - 27 | +29 | 48 |
3. Þróttur R. | 22 | 14 | 3 | 5 | 41 - 30 | +11 | 45 |
4. Stjarnan | 22 | 10 | 1 | 11 | 39 - 43 | -4 | 31 |
5. Valur | 22 | 8 | 5 | 9 | 33 - 35 | -2 | 29 |
6. Víkingur R. | 22 | 9 | 1 | 12 | 49 - 48 | +1 | 28 |
Athugasemdir