Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
banner
   mið 24. september 2025 13:40
Elvar Geir Magnússon
Rýnt í úrslitaleik umspilsins - Hvar liggja veikleikar og styrkleikar liðanna?
Lengjudeildin
Sindri Snær og Arnþór Ari, lykilmenn í Keflavík og HK.
Sindri Snær og Arnþór Ari, lykilmenn í Keflavík og HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Örn Ásgeirsson, markvörður HK.
Ólafur Örn Ásgeirsson, markvörður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Páll í Keflavík.
Ásgeir Páll í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn klukkan 16:15 mætast Keflavík og HK í úrslitaleik á Laugardalsvelli, úrslitaleiknum um sæti í Bestu deildinni. Það verður leikið til þrautar og mikil spenna fyrir komandi leik.

HK hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar en Keflavík í því fimmta. Keflvíkingar eru með reynsluna úr þessum leik en þeir töpuðu naumlega fyrir Aftureldingu á Laugardalsvelli fyrir ári síðan.

Fótbolti.net fékk Baldvin Borgarsson, sérfræðing um Lengjudeildina, til að bera saman liðin og dæma um hvort liðið sé öflugra í hverri línu.

Markvarslan: HK
Hér erum við að bera saman reynslumikinn Sindra Kristin og ungan Ólaf Örn. Óli hefur komið hrikalega sterkur inn í mark HK-inga og þó hann hafi ekki spilað allt mótið (þar sem Arnar Freyr spilaði 7 leiki) þá ætla ég að velja Óla hérna þar sem hann er ungur og upprennandi markmaður. Mér finnst hann hrikalega spennandi, var blóðgaður í Völsungi og ÍR svo hann á alveg leiki á bakinu fyrir þetta tímabil og hefur komið hrikalega sterkur inn.

Vörnin: Keflavík
Þetta eru tvær reynslumiklar varnir að mörgu leyti og líklegast erfiðasta valið á milli en ég ætla að velja Keflavíkurvörnina. Þeir hafa reyndar fengið á sig fleiri mörk en það sem sker úr um atkvæðið þarna er Ásgeir Páll, vinstri bakvörður Keflvíkinga. Mér finnst hann frábær leikmaður sem á ekki að vera í Lengjudeildinni, mjög flottur varnarlega en stórkostlegur sóknarlega. Tufa, take a look! - Siggi minn Lár er að eldast, reyndar eins og vín, þar til það fer eitthvað endanlega.

Miðjan: Keflavík
Hérna koma reynslan og gæðinsem Keflavík býr yfir sterk inn. Sindri Snær og Frans Elvarsson geta unnið leikinn fyrir Keflavík á meðan að Arnþór Ari vissulega getur það fyrir HK. HK er líka með unga og spræka stráka sem geta tekið yfir leikinn en þá skortir reynslu og hérna erum við mættir á stærsta sviðið; Laugardalsvöll í leik með allt undir. Þess vegna vel ég Keflavík.

Sóknin: HK
Rosa erfitt að horfa framhjá Stefáni Ljubicic en sóknarlína HK er svakalega spennandi og verið svakalega öflug í sumar, við erum að tala um Dag Orra, Jóhann Þór, Tuma Þorvars, Tolla, Karl Ágúst og svo Bart Kooistra líka. Þarna er alvöru breidd og mikið af spennandi möguleikum.

Útdráttur:
Það er kannski sérstakt að velja varnarlínu sem hefur fengið á sig fleiri mörk og svo sóknarlínu sem hefur skorað færri, en þarna horfi ég samt í heildarbrag liðsins og hversu mikilvæg hver lína er fyrir sig, Ásgeir Páll til dæmis hefur skilað miklu sóknarlega fyrir Keflavík en hann spilar í varnarlínunni osfrv, gæti tekið fleiri dæmi.

Lykilmenn leiksins:
Sindri Snær, Stefán Ljubicic, Arnþór Ari og Haukur Leifur.
Sindri og Stefán eru líklega tvö stærstu nöfnin í Keflavíkurliðinu, Sindri með reynslu og hugarfar til að dást að og Stefán á að skora mörkin fyrir þetta lið. Arnþór Ari er stærsta stjarnan í HK, með reynslu og gæði og svo set ég kannski að einhverra mati óvæntan Hauk Leif þarna en hann hefur komið hrikalega sterkur inn í HK liðið og leitt með fordæmi. Geggjaður karakter, grjótharður og skorar líka mörk.

Spáin: Keflavík 1 - 2 HK
Ætla að spá því að við fáum skemmtilegri úrslitaleik en síðustu tvö ár. HK hleypir leiknum upp með Hemma Hreiðars geðveikinni, HK kemst yfir, Keflavík jafnar og HK setur sigurmarkið seint. Dagur Ingi, Dagur Orri og Stefán Ljubicic með mörkin!
Athugasemdir
banner