Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   þri 25. mars 2025 11:04
Elvar Geir Magnússon
Blatter og Platini sýknaðir að nýju
Michel Platini sæll og glaður með niðurstöðuna.
Michel Platini sæll og glaður með niðurstöðuna.
Mynd: EPA
Sepp Blatter og Michel Platini hafa verið sýknaðir í annað sinn af ákæru um fjársvik og misnotkun á peningi FIFA. Blatter er fyrrum forseti FIFA og franska fótboltagoðsögnin Platini var forseti UEFA.

Árið 2022 voru þeir félagar sýknaðir í réttarhöldum vegna greiðslu upp á tvær milljónir svissneskra franka frá FIFA til Platini með leyfi Blatter árið 2011.

Báðir neituðu sök og sögðu þetta síðbúna greiðslu fyrir ráðgjafastarf Platini, sem var áður forseti UEFA. Dómnum var áfrýjað en þeir félagar hafa verið sýknaðir öðru sinni.

Blatter lét af störfum sem forseti FIFA eftir ásakanir um spillingu og Platini hefur haldið því fram að málið hafi verið vísvitandi tilraun til að koma í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA.

Þrátt fyrir að nafn Blatter hafi nú tvívegis verið hreinsað fyrir framan dómstóla mun orðspor hans alltaf vera bundið við að hafa verið leiðtogi FIFA í gegnum spillingarmál þar sem margir háttsettir aðilar innan sambandsins voru felldir af stóli.
Athugasemdir
banner