Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri kom inn í erfiðri stöðu - Óvæntur sigur Cagliari
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu þegar Bologna fékk skell gegn Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Andri Fannar kom inn á í stöðunni 2-0 en þetta er annar leikurinn í röð sem hann spilar í. Hann kom inn í erfiðri stöðu því Bologna var einum færri þegar hann kom inn á. Jerdy Schouten hafði fengið að líta rauða spjaldið á 49. mínútu.

Leikurinn endaði 5-0 fyrir Atalanta sem er komið upp í annað sæti deildarinnar með 68 stig. Bologna er í 12. sæti.

Cagliari vann þá óvæntan sigur á Roma fyrr í kvöld, 3-2. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Cagliari sem er komið upp úr fallsæti. Roma er í sjöunda sæti.

Atalanta 5 - 0 Bologna
1-0 Ruslan Malinovskiy ('22 )
2-0 Luis Muriel ('44 , víti)
3-0 Remo Freuler ('57 )
4-0 Duvan Zapata ('59 )
5-0 Aleksey Miranchuk ('73 )
Rautt spjald: Jerdy Schouten, Bologna ('49)

Cagliari 3 - 2 Roma
1-0 Babis Lykogiannis ('4 )
1-1 Carles Perez ('27 )
2-1 Razvan Marin ('57 )
3-1 Joao Pedro ('64 )
3-2 Federico Fazio ('69 )

Emil spilaði í sigri
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Padova gegn Carpi í ítölsku C-deildinni. Padova er í öðru sæti með jafnmörg stig og Perugia fyrir lokaumferðina en með slakari innbyrðis viðureignir.

Padova þarf að treysta á önnur úrslit í lokaumferðinni og ná í góð úrslit úr sínum leik til að komast beint upp í Serie B.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Darmian tryggði Inter sigur - Juve missteig sig í Flórens
Athugasemdir
banner
banner
banner