Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Stjarna Norðmanna sendi frá sér hjartnæm skilaboð eftir árásina í Osló
Fólk lagði blómvendi og regnbogafána nálægt veitingastað þar sem árásin átti sér stað
Fólk lagði blómvendi og regnbogafána nálægt veitingastað þar sem árásin átti sér stað
Mynd: Getty Images
Norska landsliðskonan Ada Hegerberg sendi hjartnæm skilaboð er hún fagnaði marki sínu gegn Nýja-Sjálandi í dag en þetta gerði hún til að sýna stuðning sinn eftir skelfilegu árásina í Osló í gær.

Tveir létust eftir árás í miðborg Osló í nótt en árásin er skilgreind sem hryðjuverk. Þá særðust tuttugu manns til viðbótar, þar af tíu alvarlega.

Árásin var gerð á London Pub í miðborg Osló og tveimur öðrum stöðum, en London Pob er vinsæll staður fyrir hinsegin fólk og gerðist þetta fyrir Oslo Pride gleðigönguna sem átti að fara fram í dag en var aflýst vegna árásarinnar.

Allur heimurinn er skelkaður yfir þessum fregnum en Hegerberg og liðsfélagar hennar sýndu fórnarlömbunum og hinsegin samfélaginu stuðning í leik með norska landsliðinu í dag.

Hegerberg skoraði fyrra mark Noregs í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í dag og fagnaði hún með því að lyfta bandi merktum regnbogalitunum á loft.

Hún birti síðan færslu á Twitter eftir leik með mynd af sér með bandið og skilaboðin „Ást".


Athugasemdir
banner