Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 25. júlí 2020 15:34
Fótbolti.net
„Til lengri tíma held ég að Eggert verði miðvörður hjá FH"
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eggert Gunnþór Jónsson var kynntur sem nýr leikmaður FH í gær en þessi reynslumikili leikmaður fær leikheimild með Hafnfirðingum þegar glugginn opnar 5. ágúst.

„Hann er nýkrýndur bikarmeistari í Danmörku og var bara maður leiksins. Hann var víst magnaður í þessum bikarúrslitaleik," segir Tómas Þór Þórðarson.

Eggert kemur frá SönderjyskE en hann hafnaði tilboði um nýjan samning við félagið og ákvað að halda heim.

„Þetta er eitthvað sem er ekki sjálfsagt því það er verið að draga saman seglin alls staðar í Danmörku," segir Tómas.

„Gæinn er púra atvinnumaður. hann kemur kannski ekki með meiri gleði í sóknarleikinn en það sem FH vantar líka á fótboltavöllinn er meira skap. Það fór ansi mikið úr þessu fótboltaliði með Davíð Þór Viðarssyni."

Eggert er varnarsinnaður leikmaður en getur bæði spilað í vörn og á miðju.

„Til lengri tíma held ég að hann verði miðvörður en ég held að á þessu tímabili verði hann bæði miðvörður og miðjumaður. Ef Emil Hallfreðsson kemur þá verður Emil á miðjunni."

„Hann er ekki að koma neitt brotinn og beygður til Íslands. Hann er að koma sem danskur bikarmeistari og eftir frábært tímabil í Danmörku."

Ekki sjón að sjá Morten Beck
Sóknarmaðurinn Morten Beck Andersen var einnig til umræðu en þessi danski sóknarmaður er ekki kominn með mark í Pepsi Max-deildinni þetta tímabilið.

„Er hann ekkert í standi núna? Þetta er bara allt annar gaur en í fyrra," segir Elvar Geir Magnússon.

„Djöfull hefur hann verið lélegur maður. Sá hefur ofmetnast á því að hafa skorað nokkur fótboltamörk í fyrra. Liðið vann ekki neitt, það komst í Evrópu og það var vel gert. Það er ekki sjón að sjá manninn og hann nýtist þeim ekkert þegar hann er ekki í standi. Hann er bara eins og tuska inni á vellinum," segir Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Pepsi Max upphitun og uppgjör fyrsta þriðjungs Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner