Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 25. júlí 2022 22:54
Haraldur Örn Haraldsson
Nonni Sveins: Maður getur látið sig dreyma um efri hlutan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Sveinsson þjálfari Fram var hæstánægður með spilamennsku síns lið eftir að þeir sigruðu ÍA á útivelli 4-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Fram

„Ég er bara mjög sáttur við leik minna manna, framlag, baráttu og sóknarhug og að halda hreinu og skora fjögur mörk þú getur ekki beðið um mikið meira ein það held ég."

Fram situr núna aðeins einu stigi frá 6. sæti sem gefur sæti í efri hluta þegar mótinu verður skipt og klár möguleiki fyrir Fram að reyna stefna þangað.

„Við erum bara þokkalega sáttir við þar sem við erum staddir í dag og markmið okkar fyrir seinni hlutan þegar við settumst aðeins niður var að var að gera betur en í fyrri hlutanum og við förum ágætlega af stað en maður veit líka að það er skammt á milli í þessu og við þurfum bara að halda áfram og spila okkar leik og halda áfram að vinna í okkar málum því allir leikir í þessari deild eru bara mjög erfiðir. Jú jú maður getur alveg látið sér dreyma um eitthvað en við ætlum bara að halda okkur á jörðinni og taka klisjuna á þetta og telja stigin í lok september og þá sjáum við hvar við spilum í október."

Alex Freyr Elísson leikmaður Fram skorar þriðja mark liðsin og það var af fallegri gerðinni.

„Já hann náttúrulega spólaði sig þarna í gegn og maður var að bíða eftir að hann myndi senda hann fyrir nokkrum sinnum en hann endaði bara á að skófla honum sjálfur í markið og þetta er bara frábær frammistaða frá Alex í dag og ekki leiðinlegt að fá mark í aukabót."

Fram hefur bætt við sig 2 leikmönnum í glugganum þeim Almarri Ormarssyni og Brynjari Gauta Guðjónssyni og þeir hafa bætt liðið töluvert.

„Já algjörlega og það sjá held ég allir sem að fylgjast með þessu hvað þeir hafa gefið okkur. Ég ætla ekkert að klína þetta eingöngu á þá, við aðeins svona settumst niður og ákváðum að nálgast leikina aðeins öðruvísi en við höfum gert fyrri hlutan. Við vildum bara svolítið máta okkur inn og sjá hvar við stæðum og spila okkar leik. Jafnvægið var ekki alveg nógu gott á milli sóknar og varnar en við höfum náð því og það var náttúrulega ástæðan fyrir því að við náðum í þessa 2 leikmenn að okkur fannst við þurfa aðeins að þétta okkur og fá alvöru karaktera og reynslumenn inn í þetta og þeir hafa gefið okkur alveg helling en liðið bara allt saman og menn sem koma inn á. Það hafa verið róteringar, þurft að skipta út, meiðsli og annað slíkt. Það er bara næsti maður kemur inn og spilar vel og það er bara mikil samkeppni þannig við erum bara mjög ánægðir eins og staðan er í dag."

Guðmundur Magnússon framherji Fram er nú jafnmarkahæsti leikmaður deildarinnar og spurning hvort hann setji núna markmiðið á markakónginn.

„Hann hefur sín markmið með það og ég ætla vona að það séu einhver fleiri mörk, að hann sé ekki búinn að ná markmiðunum og fer að hætta þessu. Það er náttúrulega frábært fyrir hvaða lið sem er að hafa leikmann sem er alltaf líklegur til að skora því að það svona eykur sjálfstraustið og gefur liðinu og samherjunum helling að hafa svona leikmann inn í teig sem er alltaf líklegur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner