Góðan og gleðilegan fimmtudag. Það er heldur betur risastór Evrópudagur hjá íslensku liðunum í kvöld! En meðan við bíðum eftir leikjum kvöldsins er um að gera að rýna í slúðrið.
Atletico Madrid telur næsta víst að félagið nái samkomulagi um kaup á Conor Gallagher (24), miðjumanni Chelsea og enska landsliðsins. (Teamtalk)
Manchester United hefur áhuga á danska miðjumanninum Morten Hjulmand (25) hjá Sporting Lissabon. (Football Transfers)
Inter er vongott um að fá pólska varnarmanninn Jakub Kiwior (24) frá Arsenal þegar enska félagið er búið að tryggja sér Riccardo Calafiori (22) frá Bologna. (Standard)
Crystal Palace ætlar sér að fá senegalska kantmanninn Ismaila Sarr (26) frá Marseille. Sarr er fyrrum leikmaður Watford. (Standard)
Chelsea er að ganga frá samningi um að fá Filip Jörgensen (22) markvörð Villarreal og danska U21 landsliðsins. Marseille hefur einnig áhuga. (Athletic)
Chelsea hefur boðið 17 milljónir punda plús viðbætur fyrir hinn Jörgensen til að styrkja kosti í markvarðarstöðunni. (póstur), ytri
Trent Alexander-Arnold (25) vill vera áfram hjá Liverpool þrátt fyrir að enski bakvörðurinn hafi vakið áhuga Real Madrid. (Mirror)
Jokin Aperribay, forseti Real Sociedad, hafnar því að viðræður séu í gangi við Liverpool um hugsanlegan samning um japanska kantmanninn Takefusa Kubo (23). (Mundo Deportivo)
Newcastle United vill reyna að fá Malick Thiaw (22), varnarmann AC Milan og þýska landsliðsins, fyrir um 35 milljónir punda. (Times)
Chelsea er tilbúið að lækka uppsett verð fyrir framherjann Romelu Lukaku (31) úr 37 milljónum punda í 29 milljónir punda. Napoli er tilbúið að borga nær 20 milljónum punda fyrir belgíska landsliðsmanninn. (Gianluca Di Marzio)
AC Milan hefur hafið viðræður á ný við Chelsea um Armando Broja (22), albanksa sóknarmanninn sem einnig var á óskalista Everton. (Calciomercato)
Fulham mun gera endurbætt tilboð í Emile Smith Rowe (23), leikmann Arsenal. Arsenal hefur hafnað tilboðum frá Fulham og Crystal Palace í enska miðjumanninn. (Sky Sports)
Leicester City er að keppa við West Ham um að fá enska kantmanninn Reiss Nelson (24) frá Arsenal. (Times)
Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í enska framherjann Eddie Nketiah (25) en Marseille gæti fengið leikmanninn. (Mirror)
Manchester United ætlar að efla leit sína að bakverði en marokkóski landsliðsmaðurinn Noussair Mazraoui (26) hjá Bayern München, er talinn vera hugsanlegur kostur. (Telegraph)
Manchester United verður fyrst að selja Aaron Wan-Bissaka (26) áður en nýr bakvörður er sóttur. West Ham hefur áhuga á Wan-Bissaka. (Manchester Evening News)
Manchester United ætlar að fá vinstri bakvörð og gæti horft til Spánverjans Marcos Alonso (33) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Barcelona. Englendingurinn Tyrick Mitchell (24) hjá Crystal Palace og Slóvakinn David Hancko (26) hjá Feyenoord eru einnig meðal hugsanlegra skotmarka. (Mirror)
Everton er að nálgast lánssamning við Jesper Lindström (24), miðjumann Napoli. Daninn yrði fjórði leikmaðurinn sem enska úrvalsdeildarfélagið fær til sín í sumar. (Liverpool Echo)
Nottingham Forest hefur átt í viðræðum við argentínska félagið Talleres um möguleikann á að fá Ramon Sosa (24), kantmann frá Paragvæ. (Nottingham Post)
Hollenski varnarmaðurinn Sepp van den Berg (22) hjá Liverpool mun fara frá Anfield í sumar en Hoffenheim og Mainz hafa áhuga á honum. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir