KA og FH mætast í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla klukkan 14 en leikið er á Greifavellinum á Akureyri. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.
Lestu um leikinn: KA 2 - 2 FH
KA gerir eina breytingu á liðinu sínu frá 4-1 sigri liðsins á Val í síðustu umferð. Jakob Snær Árnason sest á bekkinn og Nökkvi Þeyr Þórisson kemur inn í hans stað.
FH gerir tvær breytingar frá 1-0 sigri gegn Breiðablik í síðustu umferð. Gunnar Nielsen kemur aftur í markið fyrir Atla Gunnar Guðmundsson eftir að hafa tekið út leikbann. Þá er Hörður Ingi Gunnarsson í banni og Jóhann Ægir Arnarsson kemur inn í hans stað.
KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
20. Mikkel Qvist
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson
FH
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
18. Ólafur Guðmundsson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir