Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. september 2021 13:38
Brynjar Ingi Erluson
England: Jesus tryggði Man City sigur á Chelsea - Óvænt tap Man Utd
Kourtney Hause fagnar marki sínu gegn United
Kourtney Hause fagnar marki sínu gegn United
Mynd: EPA
Gabriel Jesus var hetja Man City
Gabriel Jesus var hetja Man City
Mynd: EPA
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City unnu Chelsea 1-0 í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en á sama tíma tryggði Kortney Hause liði Aston Villa 1-0 sigur á Manchester United á Old Trafford.

Chelsea hafði ekki tapað í deildinni fyrir þennan leik og var á toppnum með Liverpool á meðan Man City hafði tapað einum leik, unnið þrjá og gert eitt jafntefli.

Ruben Dias átti fyrsta hættulega færi leiksins er hann skallaði hornspyrnu Phil Foden á markið en Thiago Silva bjargaði á línu. Gestirnir áttu nokkrar ágætar tilraunir í fyrri hálfleiknum og kom þvi lítið á óvart er Gabriel Jesus kom City yfir á 53. mínútu.

Hann fékk boltann í teignum og náði að rekja hann til hægri áður en hann skaut í vinstra hornið. Edouard Mendy var frosinn á línunni og kom engum vörnum við.

Jack Grealish var nálægt því að bæta við öðru skömmu síðar en skot hans fór rétt framhjá. Thiago Silva bjargaði svo á línu frá Jesus áður en mark var dæmt af Romelu Lukaku. Kai Havertz var þó rangstæður í aðdragandanum og markið ógilt.

Á 83. mínútu varði Mendy meistaralega frá Grealish. Chelsea tókst ekki að koma til baka og fyrsta tap liðsins staðreynd. Man City er því komið með 13 stig og fer upp fyrir Chelsea, með betri markatölu.

Tap hjá United - Bruno brenndi af víti í uppbótartíma

Aston Villa vann óvæntan 1-0 útisigur á Manchester United á Old Trafford.

Gestirnir fengu ákjósanlegt færi á 16. mínútu en Matt Targett skaut yfir. Luke Shaw fór meiddur af velli á 36. mínútu vegna meiðsla.

Ezra Konsa, varnarmaður Villa, átti skalla rétt yfir markið á 40. mínútu. Undir lok hálfleiksins var Paul Pogba nálægt því að taka forystuna en náði ekki að stýra knettinum í netið eftir hornspyrnu.

Harry Maguire fór einnig meiddur af velli í leiknum en honum var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Victor Lindelöf kom inn í hans stað.

Ollie Watkins átti góðan sprett á 69. mínútu sem endaði með skoti en David De Gea sá við honum. Það dró til tíðinda á 88. mínútu er Villa fékk hornspyrnu. Douglas Luiz tók hornspyrnuna, beint á kollinn á Kortney Hause sem stangaði knöttinn í netið.

Í uppbótartíma fékk Man Utd fyrstu vítaspyrnu tímabilsins. Hause handlék knöttinn eftir fyrir Bruno Fernandes. Portúgalinn steig á punktinn en þrumaði boltanum yfir markið.

Lokatölur 1-0 fyrir Villa sem fagnar þessum sigri. Fyrsta tap United á tímabilinu.

Úrslit og markaskorarar:

Chelsea 0 - 1 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('53 )

Manchester Utd 0 - 1 Aston Villa
0-1 Kortney Hause ('88 )
Athugasemdir
banner
banner