Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 14:56
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Víkingur leiðir með tveimur - Markalaust í Kópavogi
Nikolaj Hansen gerði fyrra mark Víkings
Nikolaj Hansen gerði fyrra mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson er búinn að koma Keflvíkingum yfir gegn ÍA
Ástbjörn Þórðarson er búinn að koma Keflvíkingum yfir gegn ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks í öllum leikjunum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Titillinn er á leið í Víkina en Víkingar eru tveimur mörkum yfir gegn Leikni.

Nikolaj Hansen skoraði gegn Leikni eftir hálftíma. Kristall Máni Ingason átti fyrirgjöf sem Hansen stangaði í netið. Erlingur Agnarsson bætti við öðru sex mínútum síðar eftir sendingu frá danska framherjanum.

Það virðist fátt koma í veg að Víkingur fagni fyrsta deildartitlinum í 30 ár.

Þá er markalaust í nágrannaslag Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli.

Keflavík er að vinna ÍA 1-0. Steinar Þorsteinsson klúðraði víti fyrir Skagamenn áður en Ástbjörn Þórðarson kom Keflvíkingum yfir en eins og staðan er núna er ÍA á leið niður í Lengjudeildina.

Staðan í hálfleik:

Stjarnan 0 - 0 KR
Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Nikolaj Andreas Hansen ('30 )
2-0 Erlingur Agnarsson ('36 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 0 - 0 HK
Lestu um leikinn

Fylkir 0 - 1 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('34 )
Lestu um leikinn

KA 0 - 1 FH
0-1 Ólafur Guðmundsson ('29 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 0 ÍA
0-0 Steinar Þorsteinsson ('15 , misnotað víti)
1-0 Ástbjörn Þórðarson ('45 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner