Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2020 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: City áfram - Gladbach í fínni stöðu í erfiðum riðli
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Borussia Mönchengladbach og Manchester City tóku sigra.

Gladbach er komið í fína stöðu í riðli með Real Madrid og Inter eftir sannfærandi heimasigur gegn Shakhtar Donetsk. Staðan var 3-0 í hálfleik og þýska liðið sigldi sigrinum heim í seinni hálfleik.

Gladbach er með átta stig á toppi B-riðils og er Shakhtar í öðru sæti með fjögur stig. Real Madrid er einnig með fjögur stig og Inter tvö stig. Real og Inter eigast við í kvöld í leik þar sem mikið er undir.

Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá Olympiakos sem tapaði fyrir Manchester City í Grikklandi. Íslandsvinurinn Phil Foden skoraði eina mark leiksins fyrir City, seint í fyrri hálfleiknum. City er búið að vinna alla leiki sína í C-riðli og er komið áfram.

B-riðill:
Borussia M. 4 - 0 Shakhtar D
1-0 Lars Stindl ('17 , víti)
2-0 Nico Elvedi ('34 )
3-0 Breel Embolo ('45 )
4-0 Oscar Wendt ('77 )

C-riðill:
Olympiakos 0 - 1 Manchester City
0-1 Phil Foden ('36 )

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Salah snýr aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner