Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 25. nóvember 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu sem gætu tekið við íslenska landsliðinu
Icelandair
Hver fær það verkefni að koma Íslandi á HM 2026?
Hver fær það verkefni að koma Íslandi á HM 2026?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Normaðurinn Age Hareide er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands. Var það hans eigin ákvörðun að hætta.

Ísland fer því inn með nýjan þjálfara inn í undankeppni HM á næsta ári. Leit að nýjum þjálfara er hafin hjá sambandinu.

„Ég vil byrja á því að þakka Age fyrir hans góðu störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Á tíma hans með liðið hafa margir leikmenn tekið stór skref, leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér með landsliðinu. Við munum vanda til verks næstu vikur og mánuði við leit að nýjum þjálfara," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.

En hver tekur við liðinu og fær það stóra verkefni að koma því inn á HM 2026?

Fótbolti.net hefur tekið saman tíu kosti sem má skoða hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner