
Normaðurinn Age Hareide er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands. Var það hans eigin ákvörðun að hætta.
Ísland fer því inn með nýjan þjálfara inn í undankeppni HM á næsta ári. Leit að nýjum þjálfara er hafin hjá sambandinu.
Ísland fer því inn með nýjan þjálfara inn í undankeppni HM á næsta ári. Leit að nýjum þjálfara er hafin hjá sambandinu.
„Ég vil byrja á því að þakka Age fyrir hans góðu störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Á tíma hans með liðið hafa margir leikmenn tekið stór skref, leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér með landsliðinu. Við munum vanda til verks næstu vikur og mánuði við leit að nýjum þjálfara," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.
En hver tekur við liðinu og fær það stóra verkefni að koma því inn á HM 2026?
Fótbolti.net hefur tekið saman tíu kosti sem má skoða hér fyrir neðan.
Arnar Gunnlaugsson - Er líklegastur í starfið ásamt Frey Alexanderssyni. Hefur unnið allt sem hægt er að vinna í íslenska boltanum og er gríðarlega fær þjálfari. Einnig fyrrum landsliðsmaður.
David Moyes - Hefur tengingu til Íslands frá því fyrir mörgum árum þegar hann kom til ÍBV sem ungur drengur. Gæti hann snúið aftur? Er án starfs en hann er orðaður við Leicester.
Davíð Snorri Jónasson Hefur starfað lengi hjá KSí og undanfarin misseri sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Væri öflugt að halda honum í því starfi en kannski kemur til greina að hann fái stöðuhækkun.
Graham Potter - Var hér á landi á dögunum og hélt fyrirlestur hjá KSÍ. Eru örugglega enn með símanúmerið hans. Var síðast með Chelsea þar sem hlutirnir gengu ekki upp en hann er gríðarlega öflugur þjálfari. Hann sýndi það líklega mest hjá Östersund í Svíþjóð þar sem hann gerði rosalega mikið með lítið.
Freyr Alexandersson - Hefur unnið kraftaverk með Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu. Starfaði áður lengi hjá KSÍ og er með mikla reynslu úr landsliðsumhverfinu. Væri frábær kostur í þetta starf.
Kasper Hjulmand - Hætti nýverið störfum sem landsliðsþjálfari Danmerkur. Með miklar hugmyndir um fótbolta og er góður í að útfæra þær.
Ole Gunnar Solskjær - Er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Er að bíða eftir einhverju spennandi. Gæti það verið landsliðsþjálfarastarf Íslands?
Athugasemdir