þri 26. janúar 2021 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gleðin við völd hjá West Ham - Ekki hjá Newcastle
Tomas Soucek er að eiga frábært tímabil með West Ham.
Tomas Soucek er að eiga frábært tímabil með West Ham.
Mynd: Getty Images
Búið spil hjá Bruce.
Búið spil hjá Bruce.
Mynd: Getty Images
Það er heldur betur gleði hjá stuðningsmönnum West Ham um þessar mundir. Það er ekki hægt að segja það sama um Newcastle og líðan þeirra stuðningsmanna.

West Ham heimsótti Crystal Palace og lenti þar snemma undir. Wilfried Zaha skoraði markið. West Ham, með Tomas Soucek, fremstan í flokki skoraði hins vegar tvisvar með stuttu millibli. Á 25. mínútu var staðan orðin 2-1 fyrir West Ham; Soucek með bæði mörkin af stuttu færi í teignum eftir fyrirgjafir.

Craig Dawson gekk frá leiknum fyrir West Ham á 65. mínútu með góðum skalla. Michy Batshuayi tókst að klóra í bakkann fyrir Crystal Palace í lokin. West Ham var sterkari aðilinn og lokatölur 3-2 sanngjarn sigur.

David Moyes er að gera flotta hluti með liðið og er West Ham núna komið upp í fjórða sæti með 35 stig eftir 20 leiki. Það eru örugglega ekki margir sem hefðu búist við að West Ham væri í Meistaradeildarsæti í janúar en þannig er staðan. Crystal Palace er í 13. sæti.

Steve Bruce út?
Stuðningsmenn Newcastle vilja margir hverjir að Steve Bruce, stjóri liðsins, taki pokann sinn eftir slakt gengi liðsins að undanförnu. Newcastle er þá líklega að spila leiðinlegasta fótboltann í deildinni og lítið að frétta sóknarlega.

Þeim tókst að skora gegn einu slakasta varnarliði deildarinnar, Leeds, í kvöld. Það var hins vegar ekki nóg því leikurinn endaði 2-1 fyrir Leeds. Jack Harrison skoraði sigurmark Leeds á 61. mínútu. Newcastle voru ágætir í seinni hálfleik, það verður að gefa þeim það, en tap samt sem áður niðurstaðan.

Það hefur gengið hörmulega hjá Newcastle að undanförnu og er liðið í 16. sæti með 19 stig eftir 20 leiki. Leeds er í 12. sæti með 26 stig.

Newcastle 1 - 2 Leeds
0-1 Raphinha ('17 )
1-1 Miguel Almiron ('57 )
1-2 Jack Harrison ('61 )

Crystal Palace 2 - 3 West Ham
1-0 Wilfred Zaha ('3 )
1-1 Tomas Soucek ('9 )
1-2 Tomas Soucek ('25 )
1-3 Craig Dawson ('65 )
2-3 Michy Batshuayi ('90 )

Klukkan 20:15 hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin fyrir þessa leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner