Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Zaniolo vill frekar fara til Milan en Bournemouth
Mynd: EPA

AS Roma samþykkti tilboð frá Bournemouth í sóknartengiliðinn Nicoló Zaniolo á dögunum og nú fær hann sjálfur að ákveða framtíðina sína.


Zaniolo þykir gríðarlega mikið efni en slæm meiðslavandræði hafa hrjáð hann á ferlinum. Hann er 23 ára gamall og hefur skorað 24 mörk í 128 leikjum með Roma auk þess að eiga 11 leiki að baki fyrir Ítalíu.

Roma er búið að samþykkja kauptilboð frá Bournemouth en er í viðræðum við Ítalíumeistara AC Milan. 

Milan er ekki tilbúið til að leggja fram kauptilboð í Zaniolo, heldur vill félagið fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.

Zaniolo vonast til að Roma og Milan komist að samkomulagi sín á milli en ef það gerist ekki þá gæti hann gengið til liðs við Bournemouth.


Athugasemdir
banner
banner
banner