Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 7. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir
Anna María Baldursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Stjarnan
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Tindastóll

7. Stjarnan

Lokastaða í fyrra: Eftir mörg ár á meðal bestu liða landsins hurfu margir lykilmenn á braut og uppbygging hefur verið í gangi í Garðabænum. Liðið endaði í 5. sæti árið 2019 og 6. sætið varð niðurstaðan í fyrra.

Þjálfarinn: Kristján Guðmundsson er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. Gífurlegar reyndur þjálfari sem hefur meðal annars unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV á ferli sínum. Kristján hefur þjálfað lengi á Íslandi auk þess sem hann þjálfaði HB í Færeyjum á sínum tíma.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Stjörnunni.

„Stjarnan er í miðjupakkanum með nokkrum öðrum liðum miðað við síðustu tvö tímabil. Mjög ungir leikmenn eru að fá traustið og spila dýrmætar mínútur við bestu lið landsins. Það eru án efa margir að bíða eftir því að Stjarnan fari að færa sig ofar í töflunni enda örfá ár síðan liðið var að berjast um alla titla á hverju ári. Það er mikill sigurvilji í kringum félagið og spurning hvort liðið sé á leiðina í þá áttina eða hvort menn sýni áfram þolinmæði við uppbygginguna."

Ungu stelpurnar fá meira kastljós
„Það er mjög sterkt að hafa Önnu Maríu Baldursdóttur í liðinu sem fyrirliða og reynslubolta. Hún hefur séð allt í þessu sporti og unnið alla titlana. Mjög gott fyrir yngri leikmenn liðsins. Það var sniðugt hjá Kristjáni að ná í Chante Sandiford í markið og Heiðu Ragney á miðjuna. Öflugir leikmenn með reynslu og vilja til að ná lengra."

„Ungu stelpurnar í liðinu fá líklega meira kastljós í sumar og spennandi verður að fylgjast með 16-17 ára stelpunum sem eru að koma mjög öflugar inn í liðið. Kristján er frábær þjálfari sem á eftir að gera góða hluti úr þeim efnivið sem hann hefur. Það er spurning hvort Stjarnan verður áfram í sama miðjupakkanum eða hvort þær taki skref í aðra hvora áttina. Spáin að þessu sinni gerir ráð fyrir óbreyttu ástandi."


Lykilmenn: Chante Sandiford, Anna María Baldursdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Jafnöldrurnar (fæddar 2004) og yngri landsliðsstelpurnar Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eiga eftir að vekja athygli í sumar með Stjörnunni.

Komnar:
Alma Mathiesen frá KR
Chanté Sandi­ford frá Hauk­um
Heiða Ragney Viðars­dótt­ir frá Þór/KA
Úlfa Dís Kreye Úlfars­dótt­ir frá FH

Farn­ar:
Ang­ela Caloia til Empoli á Ítalíu
Erin McLeod til Orlando Pride í Bandaríkjunum
Jana Sól Valdi­mars­dótt­ir í Val
Shameeka Fis­hley til Logrono á Spáni

Sjá einnig
Hin Hliðin - Heiða Ragney Viðarsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner