Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 9. sæti
Keflavík er spáð níunda sæti.
Keflavík er spáð níunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Keflavík
10. Tindastóll

9. Keflavík

Lokastaða í fyrra: Keflavík er komið aftur í deild þeirra bestu eftir ekki nema eins árs fjarveru. Keflavíkurstelpur virkuðu mjög sannfærandi í Lengjudeildinni í fyrra en höfnuðu að lokum í öðru sæti á eftir Tindastóli.

Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson hefur þjálfað Keflavík frá 2016 og er hann á leið í sitt annað tímabil í Pepsi Max-deildinni með liðið. Síðast fór liðið beint aftur niður; hvað gerist í sumar? Gunnar hefur einnig reynslu úr þjálfun hjá yngri flokkum Keflavíkur auk þess sem hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur og karlalið Njarðvíkur um tíma.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Keflavíkur.

„Keflavík eru enn á ný komnar upp í Pepsi Max og vilja örugglega treysta sig betur í deildinni en undanfarið. Þær eru að styrkja sig og spennandi verður að sjá hvernig tælenskur landsliðsmarkvörður á eftir að fóta sig í íslenska boltanum. Hún verður þó líklega að berjast við Katrínu Hönnu Hauksdóttur um stöðuna en Katrín kom aftur til Keflavíkur í vetur frá Augnabliki. Hún hefur reynslu úr efstu deild með Keflavík og allt hjálpar það í baráttunni," segir Jóhann.

Heilmikil reynsla og gæði
„Það er nefnilega heilmikil reynsla í hópnum hjá Keflvíkingum og gæði. Ef leikmennirnir sem þær fá í ár hafa gæðin líka er aldrei að vita nema Keflavíkurstúlkur haldi sér áfram í deildinni þvert á spá spekúlantanna."

„Þær hafa virkað öflugar í leikjunum á undirbúningstímabilinu og það virðast vera mörk í liðinu. Það er líka ansi öflugt að hafa Natöshu sem er leikmaður á landsliðs leveli með mikil gæði og reynslu. Hún dregur vagninn í sumar eins og áður en ætli Keflavíkurliðið að halda sér uppi þá verða þær að ná góðum takti og finna stöðugleikann sem þarf við stigasöfnun."


Lykilmenn: Natasha Moraa Anashi. Hún er einfaldlega vélin, gírkassinn og stýrið í liðinu. Svo verður að setja inn markvörðinn Tiffany Sornpao sem þarf að standa vaktina vel fyrir aftan Keflavíkurvörnina í sumar.

Gaman að fylgjast með: Amelía Rún Fjeldsted er ungur og efnilegur leikmaður sem þekkir það að skora í þessari deild áður, þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur verið að skora á undirbúningstímabilinu og gaman verður að fylgjast með þessum marksækna leikmanni á vellinum í sumar.

Komnar:
Abby Carchio frá Litháen
Ástrós Lind Þórðardóttir frá Grindavík
Elín Helena Karlsdóttir frá Breiðabliki á láni
Jóhanna Lind Stefánsdóttir frá Fjarðab/Hetti/Leikni
Katrín Hanna Hauksdóttir frá Augnabliki
Tiffany Sornpao frá Bandaríkjunum

Farnar:
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í Breiðablik (Var á láni)
Claudia Nicole Cagnina
Sveindís Jane Jónsdóttir til Wolfsburg

Sjá einnig:
Hin hliðin - Natasha Anasi (Keflavík)
Athugasemdir
banner
banner
banner