Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 18:17
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Cunha bestur - Vardy fjarkaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fulham
Það hófust fjórir leikir á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir.

Carlos Baleba skoraði glæsilegt sigurmark Brighton í sveiflukenndum slag gegn West Ham þar sem liðin skiptust á að taka forystuna áður en Baleba skoraði í uppbótartíma.

Baleba var besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn, sem er sama einkunn og Mohammed Kudus fær í liði West Ham. Kudus skoraði eitt af tveimur mörkum Hamranna í 3-2 tapi. Gruda kom inn af bekknum og lagði síðustu tvö mörk Brighton upp með einföldum sendingum en fær ekki einkunn hjá Sky.

Kieran Trippier var þá besti leikmaður vallarins í þægilegum 3-0 sigri Newcastle. Hann fær 8 í einkunn alveg eins og liðsfélagar sínir Dan Burn, Alexander Isak og William Osula sem kom inn af bekknum og skoraði.

Matheus Cunha var maður leiksins í frábærum sigri Wolves þar sem hann skoraði eitt og lagði upp tvö. Hann fær 9 í einkunn eins og liðsfélagar sínir Rayan Aït-Nouri og André, en Jamie Vardy var verstur í liði Leicester með 4 í einkunn.

Að lokum var bakvörðurinn sókndjarfi Ryan Sessegnon besti leikmaðurinn í endurkomusigri Fulham í Southampton.

Brighton: Verbruggen (6); Wieffer (6), Dunk (7), Baleba (8), Estupinan (6); Ayari (7), Hinshelwood (6); March (6), O'Riley (6), Adingra (6); Welbeck (6).
Varamenn: Mitoma (7), Minteh (6)

West Ham: Areola (6); Todibo (6), Mavropanos (6), Kilman (6); Wan-Bissaka (7), Ward-Prowse (6), Soucek (7), Paqueta (6), Emerson (6); Bowen (7), Kudus (8).
Varamaður: Fullkrug (6)



Newcastle: Pope (6); Trippier (8), Schar (7), Burn (8), Livramento (7); Tonali (7), Guimaraes (7), Willock (7); Murphy (7), Isak (8), Barnes (7).
Varamenn: Miley (6), Osula (8), Gordon (7), Wilson (6), Botman (6).

Ipswich: Palmer (6); O’Shea (6), Woolfenden (7), Burgess (6), Greaves (6); Morsy (6), Taylor (6), Johnson (3), Enciso (5), J.Clarke (6), Delap (6).
Varamenn: Godfrey (6), Hirst (6), Chaplin (6), Luongo (6).



Wolves: Sa (8), Doherty (7), Agbadou (7), Toti (7), Semedo (7), J Gomes (8), Andre (9), Ait-Nouri (9), Munetsi (7), Cunha (9), Strand Larsen (8).
Varamenn: Sarabia (7), R Gomes (8)

Leicester: Hermansen (6), Ricardo (6), Faes (5), Coady (6), Thomas (6), Ndidi (6), Soumare (5), El Khannouss (6), De Cordova-Reid (6), Buonanotte (6), Vardy (4).



Southampton: Ramsdale (7); Harwood-Bellis (6), Bednarek (6), Stephens (7); Walker-Peters (6), Downes (6), Ugochukwu (6), Manning (6); Fernandes (6), Sulemana (6); Stewart (5).
Varamenn: Archer (6), Dibling (6)

Fulham: Leno (6); Tete (7), Andersen (7), Bassey (7), Sessegnon (8); Berge (5), Pereira (5); Willian (7), Wilson (6), Iwobi (7); Jimenez (6).
Varamenn: Lukic (6), Traore (7), Smith Rowe (7)
Athugasemdir
banner