Eddie Howe, stjóri Newcastle, er mættur aftur til starfa eftir að hafa verið fjarverandi vegna veikinda.
Hann var með lugnabólgu og þurfti að fara upp á sjúkrahús. Jason Tindall, aðstoðarmaður hans, fékk öll völd á liðinu á meðan en hann stýrði liðinu í þremur leikjum. 4-1 sigur gegn Manchester United, 5-0 sigur gegn Crystal Palace og 4-1 tap gegn Aston Villa.
Hann var með lugnabólgu og þurfti að fara upp á sjúkrahús. Jason Tindall, aðstoðarmaður hans, fékk öll völd á liðinu á meðan en hann stýrði liðinu í þremur leikjum. 4-1 sigur gegn Manchester United, 5-0 sigur gegn Crystal Palace og 4-1 tap gegn Aston Villa.
„Ég tók meðvitaða ákvörðun þegar mér leið ekki nógu vel til að einbeita mér að fótboltanum að gefa Jason og öllum þjálfurunum alla ábyrgð," sagði Howe.
„Ég sagði við Jason: 'Það er komið að þér' og gerði hann ekki vel? Mér fannst hann standa sig frábærlega með öllum þjálfurunum og leikmönnunum. Þeir voru allir stórkostlegir."
Athugasemdir