Real Betis er komið í úrslit í Evrópukeppni í fyrsta sinn eftir sigur á Fiorentina í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar en liðið mætir Chelsea í úrslitum 28. maí.
Antony var stórkostlegur í leiknum í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins beint úr aukaspyrnu og lagði upp markið sem tryggði liðinu sigurinn í einvíginu.
Antony var stórkostlegur í leiknum í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins beint úr aukaspyrnu og lagði upp markið sem tryggði liðinu sigurinn í einvíginu.
Antony átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd en hefur blómstrað eftir að hann kom til Betis á láni í janúar.
„Fjölskyldan mín veit hversu mikið ég hef þurft að ganga í gegnum til að komast hingað. Ég hef grátið mikið í mömmu, konuna mína og systkini því ég hef gengið í gegnum erfiða tíma. Ég er að lifa drauminn núna," sagði Antony.
Athugasemdir