Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   sun 25. maí 2025 01:17
Sölvi Haraldsson
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Lengjudeildin
Siggi Höskulds.
Siggi Höskulds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru mjög verðskulduð stig. Fyrir utan fyrstu mínúturnar í fyrri og seinni hálfleik vorum við miklu betra liðið á vellinum. Fyrir mér er galið að þessu leikur vinnist með einu marki.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 4-3 sigur sinna manna í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  4 Þór

Það verður án efa erfitt að koma til Grindavíkur og ná í þrjú stig og Siggi hlýtur að vera ánægður með sína menn í dag.

„Já klárlega. Þess vegna er ég svona ánægður með liðið mitt að hafa sýnt svona mikla yfirburði í leiknum og vera svona mikið betri aðilinn er hægara sagt en gert. Mér fannst völlurinn þurr og boltinn ferðaðist hægt, frábær völlurinn samt, mjúkur og fínn og sléttur en maður hefði viljað hafa hann aðeins blautari en það verður mjög erfitt fyrir lið að koma hingað.“

Þórsarar hafa skorað 10 mörk í seinustu þremur deildarleikjunum.

„Sóknarleikurinn hefur verið sterkur. Við höfum verið að skila inn mörkum, það var ekki oft sem við skoruðum fjögur í fyrra, held aldrei. Við erum búnir að gera það tvisvar í sumar sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt sóknarlega.“

Hvað skóp sigur Þórs í dag að mati Sigga?

„Við vorum taktískt mjög sterkir. Komandi úr leik gegn Keflavík þar sem við fáum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik þar sem að tölfræðin segir ekki 4-1 en við vorum ömurlegir í taktíska hlutanum á leiknum. Við bættum það svakalega í dag og mér fannst við frábærir sérstaklega í fyrri hálfleik hvernig við stjórnuðum leiknum og nálguðumst hann. Taktískt og hvernig við vorum að hugsa leikinn á boltanum var frábært.“

Hvernig metur Siggi byrjunina á mótinu og framhaldið?

„Allir að vinna alla. Þessi byrjun á mótinu er bara mjög skemmtilegt. Ég held að þetta verði mikið svona. Manni líður eins og hver leikur skipti voðalega miklu máli þegar þetta er svona en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta langt mót og það þarf ekki nema tvo þrjá sigra og þá ertu kominn upp um helvíti mörg sæti. Við þurfum að halda okkur á jörðinni eftir þetta, þetta var góð frammistaða. Alls ekki ásættanlegt að fá á sig þrjú mörk hérna miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við þurfum að laga það og þá er ég bara mjög spenntur fyrir næsta leik og framhaldinu.“

Það mættu nokkrir Þórsarar til Grindavíkur sem Siggi var ánægður með en hann hefði viljað sjá fleiri í Boganum gegn Keflavík seinustu helgi.

„Já bara frábært. Ég saknaði aðeins stuðningsins í Boganum síðustu helgi þar sem við áttum kannski ekkert mikinn stuðning skilið en ég hefði viljað fá aðeins fleira fólk á völlinn og hvetja okkur áfram.“

Viðtalið við Sigga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner