Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 26. ágúst 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir hljóta að vera að gera þetta af reynslu þeir sem sjá um þetta"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það kom Eysteini Húna Haukssyni, þjálfara Keflavíkur, á óvart að Nacho Heras hafi fengið tveggja leikja bann fyrir athæfi sitt gegn FH um síðustu helgi.

Nacho fékk beint rautt spjald fyrir að slá í hnakka Jóhanns Ægis Arnarssonar í leiknum gegn FH á laugardag og var í kjölfarið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ.

Hann missti því af seinni leiknum gegn FH í Kaplakrika í gær og verður ekki með gegn HK á sunnudag.

Úrskurðurinn kom þjálfaranum á óvart.

„Það kom mér á óvart. Eina sem ég hef heyrt er að þetta er eitthvað með höfuðið að gera. Við erum að sjá fyrir stuttu olnbogaskot í maga við nákvæmlega sömu aðstæður og það var einn leikur."

„Þeir hljóta að vera að gera þetta af reynslu þeir sem sjá um þetta mál en mér fannst þetta skrítið og þetta kom mér á óvart,"
sagði Eysteinn um málið.
Eysteinn: Áberandi meiri neisti í mönnum núna
Athugasemdir
banner
banner
banner