Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 10. maí 2024 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjanan tóku á móti Fram á Samsung vellinum þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik sem mun seint teljast hafa verið opin og skemmtilegur en það var mun meira fjör í seinni hálfleik en þar náðu Frammarar að jafna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Já mér finnst það [svekkjandi úrslit]. Við viljum alltaf þrjú stig hérna heima og mér fannst við eiginlega bara klaufar að hleypa þeim inn í þetta aftur. Ég hefði viljað þrjú stig, alveg klárt." Sagði Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Þeir stíga aðeins ofar og dúndra honum helvíti mikið langt og reyna að vinna seinni bolta og að lokum ná þeir krossi sem að þeir ná að skora úr. Einfallt en var effectívt núna að lokum." 

Það mátti heyra á Guðmundi að hann var ekki alveg nógu sáttur með markið sem Stjarnan fékk á sig. 

„Já ég veit það ekki. Ég á eftir að sjá það aftur bara en þegar það koma krossar þá getur oft verið svolítið kaos. Ef ég man rétt þá kemur kross og svo skallað fyrir aftur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist og ég verð bara að fá að skoða það aftur." 

Eftir jöfnunarmark Fram þá kom mikill kraftur í Stjörnunni en náðu ekki að koma inn sigurmarki. 

„Alveg klárt. Þeir náðu alveg helvíti mikið að henda sér fyrir skotin okkar þarna á síðustu stundu og redda sér þannig. Við vorum nálægt því oft og þetta var svolítið næstum þvi þarna." 

Nánar er rætt við Guðmund Kristjánsson fyrirliða Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner