Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 10. maí 2024 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjanan tóku á móti Fram á Samsung vellinum þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik sem mun seint teljast hafa verið opin og skemmtilegur en það var mun meira fjör í seinni hálfleik en þar náðu Frammarar að jafna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Já mér finnst það [svekkjandi úrslit]. Við viljum alltaf þrjú stig hérna heima og mér fannst við eiginlega bara klaufar að hleypa þeim inn í þetta aftur. Ég hefði viljað þrjú stig, alveg klárt." Sagði Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Þeir stíga aðeins ofar og dúndra honum helvíti mikið langt og reyna að vinna seinni bolta og að lokum ná þeir krossi sem að þeir ná að skora úr. Einfallt en var effectívt núna að lokum." 

Það mátti heyra á Guðmundi að hann var ekki alveg nógu sáttur með markið sem Stjarnan fékk á sig. 

„Já ég veit það ekki. Ég á eftir að sjá það aftur bara en þegar það koma krossar þá getur oft verið svolítið kaos. Ef ég man rétt þá kemur kross og svo skallað fyrir aftur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist og ég verð bara að fá að skoða það aftur." 

Eftir jöfnunarmark Fram þá kom mikill kraftur í Stjörnunni en náðu ekki að koma inn sigurmarki. 

„Alveg klárt. Þeir náðu alveg helvíti mikið að henda sér fyrir skotin okkar þarna á síðustu stundu og redda sér þannig. Við vorum nálægt því oft og þetta var svolítið næstum þvi þarna." 

Nánar er rætt við Guðmund Kristjánsson fyrirliða Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner