Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 10. maí 2024 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjanan tóku á móti Fram á Samsung vellinum þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld. 

Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik sem mun seint teljast hafa verið opin og skemmtilegur en það var mun meira fjör í seinni hálfleik en þar náðu Frammarar að jafna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Já mér finnst það [svekkjandi úrslit]. Við viljum alltaf þrjú stig hérna heima og mér fannst við eiginlega bara klaufar að hleypa þeim inn í þetta aftur. Ég hefði viljað þrjú stig, alveg klárt." Sagði Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Þeir stíga aðeins ofar og dúndra honum helvíti mikið langt og reyna að vinna seinni bolta og að lokum ná þeir krossi sem að þeir ná að skora úr. Einfallt en var effectívt núna að lokum." 

Það mátti heyra á Guðmundi að hann var ekki alveg nógu sáttur með markið sem Stjarnan fékk á sig. 

„Já ég veit það ekki. Ég á eftir að sjá það aftur bara en þegar það koma krossar þá getur oft verið svolítið kaos. Ef ég man rétt þá kemur kross og svo skallað fyrir aftur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist og ég verð bara að fá að skoða það aftur." 

Eftir jöfnunarmark Fram þá kom mikill kraftur í Stjörnunni en náðu ekki að koma inn sigurmarki. 

„Alveg klárt. Þeir náðu alveg helvíti mikið að henda sér fyrir skotin okkar þarna á síðustu stundu og redda sér þannig. Við vorum nálægt því oft og þetta var svolítið næstum þvi þarna." 

Nánar er rætt við Guðmund Kristjánsson fyrirliða Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner