Best í fyrsta og öðrum þriðjungi Pepsi Max-deildar kvenna
Fótbolti.net og Bose taka höndum saman og velja besta leikmann hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildunum.
Heimavöllurinn valdi fjóra leikmenn sem tilnefndir voru sem bestar í öðrum þriðjungi í kvennaflokki. Lesendur Fótbolta.net völdu svo á milli þeirra fjögurra.
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Elín Metta Jensen (Valur), Phoenetia Browne (FH), Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) voru tilnefndar.
Það fór þannig að Sveindís Jane vann kosninguna með yfirburðum, með 62,6 prósent atkvæða. Sveindís, sem er á láni hjá Breiðabliki frá Keflavík, var líka valin best í fyrsta þriðjungi en hún hefur farið á kostum í sumar og spilaði sína fyrstu A-landsleiki á dögunum.
Sveindís fær Bose SoundSport Free, þráðlaus íþrótta heyrnartól frá Origo.
Hver er besti leikmaður annars þriðjungs Pepsi Max-deildar kvenna? #fotboltinet
— Heimavöllurinn (@heimavollurinn) September 24, 2020
Athugasemdir