Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 26. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Félög í Svíþjóð og Noregi fylgjast með ungum landsliðskonum
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi SIgurðsson, umboðsmaður, greinir frá því í samtali við Fotbollskanalen að Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir séu undir smásjá félaga í Svíþjóð og Noregi.

Hinar 19 ára gömlu Karolína og Sveindís eru á mála hjá Breiðabliki en sú síðarnefnda er á láni frá Keflavík.

Þær verða í eldlínunni í stórleiknum gegn Svíum í undankeppni EM á morgun. Karolína og Sveindís vöktu athygli í fyrri leiknum gegn Svíum í síðasta mánuði.

„Það var smá áhugi fyrir 1-1 jafnteflið gegn Svíum en eftir það varð áhuginn mikill," sagði Gylfi.

„Það er fjöldi félaga í Svíþjóð sem vill fá Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karolínu Vilhjálmsdóttur."

Gylfi bætti einnig við að Hlín Eiríksdóttir sé einnig á óskalista erlendra féalga.
Athugasemdir
banner
banner