Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   þri 26. október 2021 21:51
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Steini ósáttur við mætinguna: Stelpurnar eiga meira skilið
Icelandair
Stelpurnar fagna með stuðningsmönnum eftir leik.
Stelpurnar fagna með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það voru 2175 manns sem gerðu sér ferð á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við kvennalandsliðið okkar þegar liðið mætti Kýpur í undankeppni HM. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Íslands.

Á blaðamannafundi eftir leik sátu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, og Alexandra Jóhannsdóttir fyrir svörum og voru þau spurð út í stuðninginn á leiknum í kvöld. En þeir sem mættu létu vel í sér heyra allan leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Alexandra var ánægð með stuðninginn í stúkunni í dag og sagði hann hafa verið frábæran. Þá hafði hún þetta að segja þegar hún var spurð úti það hvort að stuðningurinn skipti þær miklu máli.
„ Já, klárlega, mér finnst þetta bara tólfti aðilinn inni á vellinum í öllum leikjum og það munar ekkert smá mikið að hafa fólkið í stúkunni. "

Þorsteinn segist hafa viljað sjá fleiri mæta á völlinn þegar hann var spurður út í hvort hann væri ánægður með mætinguna.
„Nei, ég vil sjá fleiri. Mér finnst að stelpurnar eigi það skilið en fólk bara velur hvort að það mætir á völlinn. Ég vil sjá fimm til sex þúsund manns allavega þegar stelpurnar eru að spila, þær eiga það bara skilið miðað við það hvað þær eru góðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner