Annar leikur dagsins á HM í Katar fer fram í C-riðli en þar mætast Pólland og Sádí-Arabía.
Pólland gerði markalaust jafntefli gegn Mexíkó í fyrsta leik sínum en Robert Lewandowski, skærasta stjarna Pólverja, klúðraði vítaspyrnu í leiknum.
Sádí-Arabíu kom öllum á óvart og vann gífurlega óvæntan sigur á Argentínu í fyrstu umferð en leiknum lauk með tveimur mörkum gegn einu. Sádí-Arabía er því á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina.
Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik leiða sóknina hjá Pólverjum í dag en liðinu gekk illa að skapa sér færi gegn Mexíkó í síðasta leik.
Pólland: Szczęsny, Bereszyński, Kiwior, Glik, Cash, Zieliński, Krychowiak, Bielik, Frankowski, Milik, Lewandowski.
Sádí-Arabía: Alowais, Alburayk, Albulayhi, Alamri, Abdulhamid, Kanno, Almalki, Alanjei, Aldawsari, Albrikan, Alshehri.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |