Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 27. mars 2023 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte með alltof miklar kröfur fyrir ítölsk félög
Conte þarf að lækka kröfurnar til að taka við ítölsku félagi.
Conte þarf að lækka kröfurnar til að taka við ítölsku félagi.
Mynd: Getty Images

Antonio Conte er staddur með fjölskyldu sinni í Tórínó á Ítalíu um þessar mundir eftir að hafa sagt upp starfi sínu hjá Tottenham í gær. 


Conte er í starfsleit og langar hann að taka við félagi í ítalska boltanum en gæti lent á nokkrum hindrunum. Frá þessu greinir Sky á Ítalíu.

Fyrsta hindrunin eru launakröfur þjálfarans en sú stærsta eru kröfur hans um leikmannakaup.

Conte hefur skýrar hugmyndir um þær tegundir leikmanna sem hann vill hafa í hóp hjá sér en þeir leikmenn eru sjaldan ódýrir. Ítölsk félög hafa ekki jafn mikinn pening á milli handanna og þau ensku og eiga þar af leiðandi í meiri erfiðleikum með að fjárfesta í hágæða leikmönnum.

Þetta upplifði Conte þegar hann var við stjórnvölinn hjá Inter í tvö ár frá 2019 til 2021. Þar lét hann af störfum vegna ósættis við stjórnina sem gat ekki keypt þá leikmenn sem Conte vildi fá til félagsins.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 36 18 13 5 49 28 +21 67
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 36 17 9 10 63 44 +19 60
7 Lazio 36 18 5 13 47 37 +10 59
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 36 11 13 12 43 44 -1 46
12 Monza 36 11 12 13 39 48 -9 45
13 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
14 Verona 36 8 10 18 34 48 -14 34
15 Cagliari 37 7 13 17 38 65 -27 34
16 Udinese 36 5 18 13 35 52 -17 33
17 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
18 Empoli 36 8 8 20 26 52 -26 32
19 Sassuolo 37 7 9 21 42 72 -30 30
20 Salernitana 36 2 10 24 28 76 -48 16
Athugasemdir
banner
banner
banner