Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   mán 27. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Logi Tómasson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómassson, eða Luigi eins og hann er kallaður í tónlistarsenunni, skaust fram á sjónarsviðið í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra þegar hann klobbaði eftirminnilega tvo leikmenn og „setti hann bara í vinkilinn".

Logi varð seinna á tímabilinu bikarmeistari með liði Víkings og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Sjáðu markið sem allir eru að tala um - Tveir klobbar og negla
Logi Tómasson: Setti hann bara í vinkilinn, ekki flókið!

Fullt nafn: Logi Tómasson

Gælunafn: Luigi

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Held ég hafi verið 15 að verða 16 ára

Uppáhalds drykkur: Slow cow

Uppáhalds matsölustaður: Mikill Serrano maður

Hvernig bíl áttu: Mözdu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island mæli með

Uppáhalds tónlistarmaður: The weeknd

Fyndnasti Íslendingurinn: Addi Grant er einn fyndinn gæi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo jarðarber og daim alltof einfalt

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Varstu að hringja?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Erfitt að segja örgl Valur

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn er helvíti góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir verð að gefa Helga Sig og Arnari Gunnlaugs þetta held ég.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kolbeinn Þórðarson er faviti inna velli - En ljúfur utan

Sætasti sigurinn: Bikarmeistar

Mestu vonbrigðin: Ekki mikil vonbrigði hef unnið alla úrslitaleiki sem ég hef keppt

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að spila með Binna

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ætla segja Kristian Hlyns og örgl Alexandra í Blikum

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:
Erfitt að velja margir myndarlegir ætla gefa Guðmundi Andra smá egó boozt hann er sexy

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lóa og Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Úff Ágúst Hlynsson er rosalegur og Óttar leynir á sér

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima og Víkin eru góðir staðir

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef oft farið í slag við Kolbein Þórðar inná vellinum - alltaf jafn gaman

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Örgl bara tékka í símann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Já aðeins með handbolta og golfi af og til

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:
Nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Úff alltof mörgu ekki skarpur þar

Vandræðalegasta augnablik: Man ekki eftir Einh sérstöku

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki fíkla með mér; Ágúst Hlynsson, Atla Hrafn og Guðmund Andra

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:
Örgl bara Óttar hann getur allt hann er vélmenni

Hverju laugstu síðast: Að ég væri að gista hjá Gústa

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun klárlega

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna fer í bolta fæ mér að borða kíkí stúdíóið og heim að sofa ekki flókin rútina
Athugasemdir