Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
banner
   fös 26. apríl 2019 22:44
Egill Sigfússon
Logi Tómasson: Setti hann bara í vinkilinn, ekki flókið!
Logi í leiknum.
Logi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur áttust við í fyrsta leik Pepsí Max-deildarinnar á Origo vellinum í kvöld og skildu jöfn 3-3 í rosalegum leik. Logi Tómasson leikmaður Víkinga var svekktur með að hafa misst niður leikinn þrisvar sinnum.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  3 Víkingur R.

„Ég held við séum allir svekktir, þótt það sé mjög gott að fá stig á þessum velli í fyrsta leik. Ég er allavega mjög svekktur þótt ég hafi skorað þetta mark."

Logi skoraði stórbrotið mark þar sem hann fíflaði hafsentapar Vals upp úr skónum og smurði hann svo í vinkilinn.

„Ég fékk hann bara frá Rick, klobbaði Eið, klobbaði Orra og setti hann bara í vinkilinn, þetta er ekki flókið. Þetta var gaman sko, ég bjóst ekki við að spila en mér leið bara vel"

Logi er með tvö vinsæl lög undir nafninu Luigi á Spotify, Logi segir að hann sé aðeins að leika sér í tónlistinni þegar hann er ekki í boltanum og hefur gaman að.

„Ég er bara að leika mér eitthvað í tónlistinni, það er bara gaman. Maður verður að hafa eitthvað að gera þegar maður er ekki í boltanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner