Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   fös 26. apríl 2019 22:44
Egill Sigfússon
Logi Tómasson: Setti hann bara í vinkilinn, ekki flókið!
Logi í leiknum.
Logi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur áttust við í fyrsta leik Pepsí Max-deildarinnar á Origo vellinum í kvöld og skildu jöfn 3-3 í rosalegum leik. Logi Tómasson leikmaður Víkinga var svekktur með að hafa misst niður leikinn þrisvar sinnum.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  3 Víkingur R.

„Ég held við séum allir svekktir, þótt það sé mjög gott að fá stig á þessum velli í fyrsta leik. Ég er allavega mjög svekktur þótt ég hafi skorað þetta mark."

Logi skoraði stórbrotið mark þar sem hann fíflaði hafsentapar Vals upp úr skónum og smurði hann svo í vinkilinn.

„Ég fékk hann bara frá Rick, klobbaði Eið, klobbaði Orra og setti hann bara í vinkilinn, þetta er ekki flókið. Þetta var gaman sko, ég bjóst ekki við að spila en mér leið bara vel"

Logi er með tvö vinsæl lög undir nafninu Luigi á Spotify, Logi segir að hann sé aðeins að leika sér í tónlistinni þegar hann er ekki í boltanum og hefur gaman að.

„Ég er bara að leika mér eitthvað í tónlistinni, það er bara gaman. Maður verður að hafa eitthvað að gera þegar maður er ekki í boltanum."
Athugasemdir
banner