Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   fös 26. apríl 2019 22:44
Egill Sigfússon
Logi Tómasson: Setti hann bara í vinkilinn, ekki flókið!
Logi í leiknum.
Logi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur áttust við í fyrsta leik Pepsí Max-deildarinnar á Origo vellinum í kvöld og skildu jöfn 3-3 í rosalegum leik. Logi Tómasson leikmaður Víkinga var svekktur með að hafa misst niður leikinn þrisvar sinnum.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  3 Víkingur R.

„Ég held við séum allir svekktir, þótt það sé mjög gott að fá stig á þessum velli í fyrsta leik. Ég er allavega mjög svekktur þótt ég hafi skorað þetta mark."

Logi skoraði stórbrotið mark þar sem hann fíflaði hafsentapar Vals upp úr skónum og smurði hann svo í vinkilinn.

„Ég fékk hann bara frá Rick, klobbaði Eið, klobbaði Orra og setti hann bara í vinkilinn, þetta er ekki flókið. Þetta var gaman sko, ég bjóst ekki við að spila en mér leið bara vel"

Logi er með tvö vinsæl lög undir nafninu Luigi á Spotify, Logi segir að hann sé aðeins að leika sér í tónlistinni þegar hann er ekki í boltanum og hefur gaman að.

„Ég er bara að leika mér eitthvað í tónlistinni, það er bara gaman. Maður verður að hafa eitthvað að gera þegar maður er ekki í boltanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner