Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fös 26. apríl 2019 22:44
Egill Sigfússon
Logi Tómasson: Setti hann bara í vinkilinn, ekki flókið!
Logi í leiknum.
Logi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur áttust við í fyrsta leik Pepsí Max-deildarinnar á Origo vellinum í kvöld og skildu jöfn 3-3 í rosalegum leik. Logi Tómasson leikmaður Víkinga var svekktur með að hafa misst niður leikinn þrisvar sinnum.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  3 Víkingur R.

„Ég held við séum allir svekktir, þótt það sé mjög gott að fá stig á þessum velli í fyrsta leik. Ég er allavega mjög svekktur þótt ég hafi skorað þetta mark."

Logi skoraði stórbrotið mark þar sem hann fíflaði hafsentapar Vals upp úr skónum og smurði hann svo í vinkilinn.

„Ég fékk hann bara frá Rick, klobbaði Eið, klobbaði Orra og setti hann bara í vinkilinn, þetta er ekki flókið. Þetta var gaman sko, ég bjóst ekki við að spila en mér leið bara vel"

Logi er með tvö vinsæl lög undir nafninu Luigi á Spotify, Logi segir að hann sé aðeins að leika sér í tónlistinni þegar hann er ekki í boltanum og hefur gaman að.

„Ég er bara að leika mér eitthvað í tónlistinni, það er bara gaman. Maður verður að hafa eitthvað að gera þegar maður er ekki í boltanum."
Athugasemdir