Breiðablik á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar í Bestu deild kvenna eftir sigur gegn Val í stórleik umferðarinnar í gulri viðvörun á föstudagskvöld.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið en Heiða Ragney Viðarsdóttir var frábær á miðsvæðinu hjá Blikum enn eina ferðina. Þá breytti innkoma Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur leiknum en hún var algjörlega frábær.
Nik Chamberlain er þá þjálfari umferðarinnar en Blikar eru með fullt hús stiga á toppnum eftir sigurinn.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið en Heiða Ragney Viðarsdóttir var frábær á miðsvæðinu hjá Blikum enn eina ferðina. Þá breytti innkoma Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur leiknum en hún var algjörlega frábær.
Nik Chamberlain er þá þjálfari umferðarinnar en Blikar eru með fullt hús stiga á toppnum eftir sigurinn.
Þróttarar, botnlið deildarinnar, eiga engan fulltrúa í liðinu eftir tap í Keflavík. Markvörðurinn Vera Varis stóð vaktina vel hjá Keflavík og þá var Caroline Van Slambrouck öflug í vörninni. Hún tók nýverið fram skóna aftur og hefur komið sterk inn í Keflavíkurliðið.
Þór/KA vann 5-0 sigur á Tindastóli og þar voru Karen María Sigurgeirsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir bestar. Leikur Stjörnunnar og Fylkis fór einnig fram á föstudagskvöld en þar var Hulda Hrund Arnarsdóttir best gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Eva Rut Ásþórsdóttir var besti leikmaður Fylkis í 2-1 tapi.
Þá gerðu FH og Víkingur 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik. Breukelen Woodard var best í liði FH og Freyja Stefánsdóttir var best í liði Víkings.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir