Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 23. maí 2025 23:01
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Rúnar var ánægður með stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byström skoraði tvennu.
Byström skoraði tvennu.
Mynd: Fram

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur með 3-2 sigur á sínum gömlu lærisveinum í KR á AVIS-vellinum í kvöld. Rúnar hefur sigrað KR í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum sem þjálfari Fram.

Ég elska ekkert að spila við KR, ekkert frekar en annað, en þetta er sérstakt fyrir mig og það er saga einhvers staðar þarna á bak við en í dag er ég auðvitað bara þjálfari Fram og í mínum huga snýst þetta um að vinna fótboltaleikina. Það fara allir Framarar glaðir heim í dag, af því að við fengum þrjú stig og skoruðum þrjú mörk og hefðum hæglega geta skorað 6, 7, 8 mörk," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Jakob Byström spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fram í kvöld og þakkaði heldur betur traustið með tveimur frábærum mörkum. Rúnar var sáttur með frammistöðu hans.

Við þurfum hraða eins og í þessum unga strák og hann hefur eins og maður segir 'potential' í að verða betri fótboltamaður. Hann hefur ofboðslega marga góða eiginleika en hefur litla reynslu af meistaraflokksfótbolta."

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikstíl KR-inga og nálgun þeirra. Rúnar er fyrrum þjálfari KR og hreifst með þeim. 

Mér finnst frábært að horfa á KR og finnst frábært hvernig Óskar er að koma sterkur inn og breyta KR-liðinu í þetta skemmtilega fótboltalið sem það er. En á endanum held ég að það snúist um hjá KR að vinna titla og vera í toppbaráttu og ég fékk aldrei önnur skilaboð en að ég þurfti að vinna deildina, þegar ég var þarna."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner