Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2022 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðlaugur Victor til liðs við DC United (Staðfest)
Mynd: DC United

Guðlaugur Victor Pálsson hefur gert tveggja ára samning við DC United í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Félagið hefur möguleika á því að framlengja samninginn um ár til viðbótar.


Hann kemur til liðsins frá Schalke í Þýskalandi þar sem hann var fyrirliði þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild á komandi leiktíð.

Wayne Rooney tók við DC United á dögunum en hann lék sjálfur með liðinu undir lok ferilsins. Það bárust sögur af því fyrir stuttu að hann væri að næla í Guðlaug og nú er það staðfest.

Guðlaugur þekkir til í MLS deildinni en hann spilaði með New York Red Bulls árið 2012 en Thierry Henry og Rafael Marquez voru þá meðal leikmanna liðsins.

DC United er á botninum í austurdeildinni þegar fjórtán umferðir eru eftir en liðið hafnaði í 8. sæti af fjórtán á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner