Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 00:13
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Jafnt í toppslag - Mikilvægur sigur Víkings
Víkingur náði að saxa á forskot HK og Tindastóls
Víkingur náði að saxa á forskot HK og Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll gerði 1-1 jafntefli við HK
Tindastóll gerði 1-1 jafntefli við HK
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK og Tindastóll gerðu 1-1 jafntefli í toppslag í Lengjudeild kvenna í kvöld á meðan Víkingur R. lagði Grindavík, 1-0, þar sem sigurmarkið kom undir lok leiks.

HK og Tindastóll eru í baráttu um efstu sætin í deildinni en það er líklega FH sem fagnar þessu jafntefli mest af öllum liðum.

Hugrún Pálsdóttir kom Stólunum yfir á 9. mínútu leiksins eftir góða sendingu frá Murielle Tiernan. Sex mínútum síðar jafnaði Isabella Eva Aradóttir. Amber Kristin Michel misreiknaði skot Örnu Sól Sævarsdóttur og missti boltann frá sér og nýtti Isabella sér það og potaði boltanum yfir línuna.

Bæði lið fengu sín færi til að vinna leikinn en neyddust til að deila stigunum í kvöld. Þetta þýðir að FH er á toppnum með 26 stig, HK í öðru með 25 stig og Tindastóll í 3. sæti með 24 stig. Góð úrslit fyrir FH sem getur nú náð fjögurra stiga forystu á toppnum ef liðinu tekst að vinna Fjarðabyggð/Hött/Leikni á morgun.

Víkingur vann á meðan Grindavík 1-0. Tara Jónsdóttir gerði sigurmark Víkinga á 82. mínútu og blandar liðið sér því í baráttuna um laust sæti í efstu deild.

Liðið er með 22 stig í 4. sæti, þremur stigum á eftir HK sem er í öðru sæti.


Úrslit og markaskorarar:

HK 1 - 1 Tindastóll
0-1 Hugrún Pálsdóttir ('9 )
1-1 Isabella Eva Aradóttir ('15 )
Lestu um leikinn

Grindavík 0 - 1 Víkingur R.
0-1 Tara Jónsdóttir ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner