PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   sun 27. október 2024 21:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi að tapa þessu svona. Ég vil bara óska Breiðablik til hamingju með þetta. Þeir stóðu sig betur í deildinni heldur en við þetta árið og þetta er bara gríðarlegt svekkelsi." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir tapið í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið mættu vel 'aggressive' til leiks. Þetta var ekki mikið um sénsa teknir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í seinni hálfleiknum að við ætluðum að vera aðeins hugrakkari á boltann og þora að spila úr pressunni þeirra en þetta bara féll ekki með okkur í seinni hálfleiknum." 

„Við fengu fullt að færum til þess að koma okkur inn í leikinn en boltinn fór ekki inn. Þeir skora eftir einhvern darraðardans sem dettur til þeirra. Mér fannst leikurinn í dag bara falla aðeins þeirra meginn en þetta var bara hörku leikur og því miður féll þetta bara ekki með okkur."

Víkingar fengu fín færi sérstaklega í upphafi seinni hálfleiksins en svolítið bara eins og saga leiksins fyrir þá var þetta svolítið stöngin út.

„Svona er bara fótboltinn. Við erum búnir að vera hrikalega flottir í ár. Við erum mjög stoltir af liðinu og þetta er magnaður árangur sem að við höfum náð. Við höfum farið bæði í bikarúrslitaleikinn og núna vorum við í síðasta leiknum í deildinni. Við erum búnir að vera keppa á öllum vígvöllum alveg fram í lokin þó svo við höfum ekki dregið langa stráið í endann í báðum þessum úrslitaleikjum sem er hrikalega svekkjandi."

„Það má heldur ekki gleyma því að við erum búnir að vera líka í Evrópu og komnir áfram í Sambandsdeildina og ef við setjum það í samhengi við það hvernig gekk hja Blikum í fyrra í deildinni og bikar. Fyrir þá duttu þeir út í 32-liða úrslitum í bikarnum og fóru í aðra umferð í Evrópu þannig þeir eru búnir að spila sjö eða átta leiki minna en við frá því í ágúst. Kannski hefur það eitthvað með að segja hvernig hlutirnir eru búnir að ganga í deildinni. Þeir eru búnir að geta hvílt sig vel á milli leikja á meðan þetta er búið að vera rosaleg törn hjá okkur." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner