fös 27. nóvember 2020 08:40
Elvar Geir Magnússon
Aouar í agabann - Man Utd vonast enn eftir Dembele
Powerade
Houssem Aouar.
Houssem Aouar.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray til Tottenham?
Demarai Gray til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Neymar, Aouar, Dembele, Garay, Haaland, Gimenez og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Emili Rousaud, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, segir að ef hann verði kjörinn þá muni hann kaupa tvær stórstjörnur næsta sumar. Annar þeirra verði Brasilíumaðurinn Neymar (28) sem yfirgaf Barcelona fyrir PSG 2017. (Marca)

Houssem Aouar (22) er ekki í leikmannahópi Lyon fyrir leik gegn Reims á sunnudag þar sem franski miðjumaðurinn neitaði að skokka sig niður eftir að hafa verið ónotaður varamaður í sigri gegn Angers. (L'Equipe)

Manchester United hefur ekki gefið upp von um að fá Ousmane Dembele (23) en mun reyna að fá hann á lánssamningi frá Barcelona. (Sport)

Juventus fylgist með stöðu hollenska landsliðsmannsins Donny van de Beek (23) hjá Manchester United en miðjumaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi á Old Trafford. (Calciomercato)

Michael Zorc, yfirmaður fótboltamála hjá Borussia Dortmund, segir að norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland (20) verði lengi hjá félaginu. Haaland er orðaður við Real Madrid. (Goal)

Chelsea vill fá úrúgvæska miðvörðinn Jose Gimenez (25) frá Atletico Madrid. (Sun)

Tottenham gæti fengið enska vængmanninn Demarai Gray (24) á frjálsri sölu frá Leicester í janúar. (Express)

Liverpool gæti selt Xherdan Shaqiri (29) og Divock Origi (25) í sumar. (Express)

Barcelona gæti reynt að fá senegalska sóknarmanninn Sadio Mane (28) eða hollenska miðjumanninn Gini Wijnaldum (30) frá Liverpool. Félögin voru með samkomulag eftir að Philippe Coutinho var seldur á Nývang um að Barcelona hefði þurft að borga 89 milljónir punda aukalega ef það hefði keypt annan leikmann frá Liverpool. Það samkomulag er nú runnið út. (Star)

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma (21) er nálægt því að gera nýjan samning við AC Milan. (Calciomercato)

Manchester United hefur boðið Timothy Fosu-Mensah (22) nýjan samning. Samningur fjölhæfa Hollendingsins rennur út næsta sumar. (Manchester Evening News)

West Brom er að skoða franska miðjumanninn Olivier Ntcham (24) hjá Celtic. (Football Insider)

Aston Villa gæti reynt að fá vængmanninn Milot Rashica (24) frá Werder Bremen í janúar. Kosóvómaðurinn hefur einnig verið orðaður við RB Leipzig, Bayer Leverkusen og Wolfsburg. (Kreiszeitung)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner