Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 27. nóvember 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Alli Jói stýrir Völsungi áfram (Staðfest) - Þrír leikmenn framlengdu
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann verður áfram þjálfari Völsungs og þá framlengdu þrír leikmenn samninga sína
Aðalsteinn Jóhann verður áfram þjálfari Völsungs og þá framlengdu þrír leikmenn samninga sína
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson verður áfram þjálfari karla- og kvennaliðs Völsungs en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í dag.

Aðalsteinn hefur stýrt karlaliðinu síðustu tvö ár og verið þjálfari kvennaliðsins í fimm ár.

Hann stýrði Völsungi upp í Lengjudeildina í sumar og var hársbreidd frá því að fara upp með kvennaliðið.

Fleiri framlengdu við Völsung en Arnar Pámi Kristjánsson, fyrirliði liðsins, gerði nýjan tveggja ára samning. Hann er 22 ára gamall og spilað 139 leiki ásamt því að gera 15 mörk í deild- og bikar, en hann hefur ekki misst úr leik í fimm ár.

Bjarki Baldvinsson, langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs, gerði eins árs samning. Hann á að baki 325 leiki og 50 mörk í deild- og bikar. Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur verið máttarstólpi í liði Völsungs síðustu ellefu ár.

Þá gerði hinn 22 ára gamli Rafnar Máni Gunnarsson eins árs samning. Hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins síðustu ár og hefur spilað 112 leiki og skorað 7 mörk.

Völsungur tilkynnti einnig fyrr í dag komu Elfars Árna Aðalsteinssonar sem snýr aftur heim í Völsung þrettán árum eftir að hafa yfirgefið félagið.
Athugasemdir
banner
banner