Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrettán árum seinna er Elfar Árni mættur aftur heim (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs en hann kemur frá nágrönnunum í KA. Elfar er 34 ára framherji sem uppalinn er hjá Völsungi og lék fyrstu árin í meistaraflokki með liðinu.

Hann fór til Breiðabliks fyrir tímabilið 2012 og var þar í þrjú tímabil áður en hann hélt í KA þar sem hann hefur verið síðan. Elfar er þriðji leikjahæsti leikmaður KA í sögu efstu deildar, en efstu fjórir eru allt Húsvíkingar. Í 145 leikjum hefur hann skorað 45 mörk sem er það næstmesta fyrir KA efstu deild.

Elfar var markahæsti leikmaður liðsins tímabilið 2016 þegar liðið vann 1. deildina og kom sér upp í efstu deild þar sem liðið hefur verið síðan. Hans besta tímabil í efstu deild var sumarið 2019 þegar hann skoraði 13 mörk í 20 leikjum.

Tímabilið 2024 var Elfar í minna hlutverki hjá KA, lék einungis 13 deildarleiki og þrjá bikarleiki. Mörkin í sumar voru þrjú. Hann skilur við KA sem bikarmeistari.

Völsungur endaði í 2. sæti 2. deildar í sumar og tryggði sér með því sæti í Lengudeildinni. Elfar Árni er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir frá því að tímabilinu 2024 lauk.

Athugasemdir
banner