Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerrard tók einn leikmann Liverpool fyrir - „Glæpsamlegt"
Mynd: EPA
Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, var sérfræðingur hjá TNT Sports í gærkvöldi en Liverpool tapaði á heimavelli gegn PSV í Meistaradeildinni.

Gerrard var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins og nefndi sérstaklega einn leikmann liðsins. Milos Kerkez fékk að heyra það frá goðsögninni.

„Það skiptir ekki máli ef það er Mo Salah eða hver sem er, þú mátt ekki tapað þessari stöðu. Fyrir mér er Kerkez út úr stöðu meiri hluta leiksins," sagði Gerrard.

Kerkez leit alls ekki vel út í öðru marki PSV þegar hann missti leikmann PSV, Guus Til, inn fyrir sig.

„Það er glæpsamlegt að vera á þessari hlið sóknarmannsins. Þú verður að vera innan við hann. Hann gefur sjálfum sér engan séns," sagði Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner