Það er ljóst að Damir Muminovic mun yfirgefa Breiðablik í lok árs, hann fékk ekki nýjan samning. Framundan eru hins vegar þrír leikir í Sambandsdeildinni, sá fyrsti verður gegn Samsunspor á Laugardalsvelli í kvöld. Damir er 35 ára miðvörður sem hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla með Breiðabliki og er næstleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Damir gæti verið í lykilhlutverki í lokaleikjum sínum með Breiðabliki þar sem Ásgeir Helgi Orrason glímir við meiðsli.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Damir í viðtali fyrir leikinn.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Damir í viðtali fyrir leikinn.
„Damir er búinn að vera frábær fyrir Breiðablik í mörg ár, leiðir skilja og það er bara partur af fótbolta. Hann er frábær leikmaður og frábær karakter, það er ekkert meira um það að segja en að leiðir skilja," segir Ólafur Ingi.
Hann var spurður hvort að Blikar séu með einhverja leikmenn í sigtinu.
„Við erum auðvitað bara að skoða þau mál í rólegheitunum, en nú er einbeitingin bara á leikinn. Við erum farnir að skoða aðeins leiðir til að styrkja hópinn," segir þjálfarinn.
Breiðablik hefur að undanförnu verið orðað við Júlíus Mar Júlíusson, miðvörð KR, en önnur félög hafa einnig verið orðuð við hann.
Athugasemdir



