Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 26. nóvember 2025 21:59
Snæbjört Pálsdóttir
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í 4. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. 

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og ræddi við blaðamann fotbolta.net að honum loknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Samsunspor

Stórleikur á morgun hvernig lýst þér á?

„Jú það er bara kominn gír í mannskapinn og náttúrlega mjög gott lið sem við erum að mæta líka. Lið sem er bara á góðu skriði, bæði í þessari keppni og heimafyrir í deildinni."

„Það dugar ekkert minna að bara allir hitti á toppleik og ná að kreista áfram eitthvað extra á móti jafn sterkum andstæðingum og á morgunn. 

„Heilt yfir er bara hungur í mannskapnum og mér finnst menn bara ferskir."

Fyrir leikinn er Samsunspor sterkari aðilinn með markatöluna 7:0 en Blikum hefur enn ekki tekist að skora, hvað þarf að gerast á morgun til þess að skora og setja pressu á þá?

„Ég held að það þurfi einfaldlega bara að gerast að við náum inn helvítis markinu. Líka að einhverju leyti til þess að brjóta þá andlegu hindrun ef mætti segja svo." 

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson spilar með Samsunspor hvernig líst Höskuldi á að mæta honum?

„Bara gaman sko, svo sem ekkert mikið að pæla í því bara gefur leiknum extra krydd. Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og ekki síður sem leikmanni þannig það er bara af hinu góða og skemmtilegt."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner