Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mið 26. nóvember 2025 21:59
Snæbjört Pálsdóttir
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í 4. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. 

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og ræddi við blaðamann fotbolta.net að honum loknum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Samsunspor

Stórleikur á morgun hvernig lýst þér á?

„Jú það er bara kominn gír í mannskapinn og náttúrlega mjög gott lið sem við erum að mæta líka. Lið sem er bara á góðu skriði, bæði í þessari keppni og heimafyrir í deildinni."

„Það dugar ekkert minna að bara allir hitti á toppleik og ná að kreista áfram eitthvað extra á móti jafn sterkum andstæðingum og á morgunn. 

„Heilt yfir er bara hungur í mannskapnum og mér finnst menn bara ferskir."

Fyrir leikinn er Samsunspor sterkari aðilinn með markatöluna 7:0 en Blikum hefur enn ekki tekist að skora, hvað þarf að gerast á morgun til þess að skora og setja pressu á þá?

„Ég held að það þurfi einfaldlega bara að gerast að við náum inn helvítis markinu. Líka að einhverju leyti til þess að brjóta þá andlegu hindrun ef mætti segja svo." 

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson spilar með Samsunspor hvernig líst Höskuldi á að mæta honum?

„Bara gaman sko, svo sem ekkert mikið að pæla í því bara gefur leiknum extra krydd. Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og ekki síður sem leikmanni þannig það er bara af hinu góða og skemmtilegt."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner