Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 11:44
Elvar Geir Magnússon
Liverpool sendir fulltrúa til Argentínu til að framkvæma læknisskoðun á Díaz
Luis Díaz, í leik með Porto gegn Liverpool.
Luis Díaz, í leik með Porto gegn Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool hefur brugðist hratt við til að krækja í kólumbíska vængmanninn Luis Díaz hjá Porto en hann er sagður á leið til félagsins fyrir um 50 milljónir punda.

Það er ekki einfalt verk fyrir Liverpool að klára kaupin áður en janúarglugganum verður lokað en Díaz er með landsliði Kólumbíu sem mætir Perú í dag og leikur svo útileik gegn Argentínu á þriðjudag, 1. febrúar.

Liverpool sendir fulltrúa til Argentínu sem eru tilbúnir að framkvæma læknisskoðun á Díaz svo hægt verði að ganga frá kaupunum fyrir gluggalok, 23:00 á mánudagskvöld 31. janúar.

Kólumbíumaðurinn var að nálgast Tottenham en samkvæmt frétt Mirror þá skarst umboðsmaðurinn Jorge Mendes í leikinn og gaf Liverpool færi á stíga inn. Um leið og Díaz heyrði af áhuga Liverpool vildi hann bara fara til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner